Magga Maack á kápunni í tveimur heimsálfum 18. júní 2010 06:30 Útvarpskonan Margrét Erla Maack situr fyrir á bókarkápu sem Ólöf Erla Einarsdóttir mun hanna fyrir bókaflokkinn Creature Court. Fréttablaðið/Vilhelm „Myndir eftir mig hafa áður birst í erlendum bókum og tímaritum og ég geri ráð fyrir því að bókaútgáfan hafi fundið mig annað hvort í gegnum það eða heimasíðuna mína," segir grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir, sem mun hanna kápur þriggja bóka í bókaflokknum Creature Court. Bækurnar verða gefnar út bæði í Bandaríkjunum og í Ástralíu. Ólöf Erla viðurkennir að henni hafi þótt tilboðið spennandi og því ákvað hún að slá til. Fyrsta bókin í bókaflokknum kom út í febrúar síðastliðnum og kemur önnur bókin út nú í haust, en útvarpskonan Margrét Erla Maack mun prýða forsíðu hennar. „Þegar þau lýstu næstu bók fyrir mér, innihaldi hennar og persónum þá sá ég strax Margréti Erlu fyrir mér. Ég spurði hana hvort hún væri til í að sitja fyrir og henni fannst það ekkert mál," útskýrir Ólöf Erla, en báðar starfa þær hjá Ríkisútvarpinu. Ólöf Erla myndar viðföng sín sjálf og vinnur ljósmyndina því næst í Photoshop og verður lokaútkoman oftar en ekki ævintýralega falleg. „Ég er ekki mikið menntuð í ljósmyndun en ég get galdrað ýmislegt með Photoshop og á til dæmis eftir að gera allan kjólinn hennar Margrétar Erlu í því forriti. Ég mun bæta í hann efni, litum og gera hann íburðameiri en hann hefði annars verið." Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem þær stöllur vinna saman því Margrét Erla hefur áður setið fyrir á myndum Ólafar. Sjá má eina þeirra hér. Aðspurð segist Margrét Erla mjög spennt fyrir verkefninu og hyggst hún panta sér eintak af bókinni þegar hún kemur út. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg tilhugsun, sérstaklega af því að ég á vini í Ástralíu og hlakka mikið til að geta sagt þeim frá þessu. Ég mun svo að sjálfsögðu panta mér eitt eintak líka og geyma það fyrir barnbörnin, enda skemmtileg saga að segja," segir útvarpskonan kampakát. Hægt er að skoða verk Ólafar Erlu á síðunni oloferla.com. sara@frettabladid.is Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Myndir eftir mig hafa áður birst í erlendum bókum og tímaritum og ég geri ráð fyrir því að bókaútgáfan hafi fundið mig annað hvort í gegnum það eða heimasíðuna mína," segir grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir, sem mun hanna kápur þriggja bóka í bókaflokknum Creature Court. Bækurnar verða gefnar út bæði í Bandaríkjunum og í Ástralíu. Ólöf Erla viðurkennir að henni hafi þótt tilboðið spennandi og því ákvað hún að slá til. Fyrsta bókin í bókaflokknum kom út í febrúar síðastliðnum og kemur önnur bókin út nú í haust, en útvarpskonan Margrét Erla Maack mun prýða forsíðu hennar. „Þegar þau lýstu næstu bók fyrir mér, innihaldi hennar og persónum þá sá ég strax Margréti Erlu fyrir mér. Ég spurði hana hvort hún væri til í að sitja fyrir og henni fannst það ekkert mál," útskýrir Ólöf Erla, en báðar starfa þær hjá Ríkisútvarpinu. Ólöf Erla myndar viðföng sín sjálf og vinnur ljósmyndina því næst í Photoshop og verður lokaútkoman oftar en ekki ævintýralega falleg. „Ég er ekki mikið menntuð í ljósmyndun en ég get galdrað ýmislegt með Photoshop og á til dæmis eftir að gera allan kjólinn hennar Margrétar Erlu í því forriti. Ég mun bæta í hann efni, litum og gera hann íburðameiri en hann hefði annars verið." Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem þær stöllur vinna saman því Margrét Erla hefur áður setið fyrir á myndum Ólafar. Sjá má eina þeirra hér. Aðspurð segist Margrét Erla mjög spennt fyrir verkefninu og hyggst hún panta sér eintak af bókinni þegar hún kemur út. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg tilhugsun, sérstaklega af því að ég á vini í Ástralíu og hlakka mikið til að geta sagt þeim frá þessu. Ég mun svo að sjálfsögðu panta mér eitt eintak líka og geyma það fyrir barnbörnin, enda skemmtileg saga að segja," segir útvarpskonan kampakát. Hægt er að skoða verk Ólafar Erlu á síðunni oloferla.com. sara@frettabladid.is
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira