Golf

Birgir Leifur lék á einu höggi undir pari á þriðja keppnisdeginum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson hefur alls ekki náð sér á strik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á Spáni.
Birgir Leifur Hafþórsson hefur alls ekki náð sér á strik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á Spáni. Mynd/Daníel

Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á þriðja keppnisdegi lokaúrtökumótsins í golfi í dag á Spáni. Íslandsmeistarinn fékk fimm fugla á síðari 9 holunum og lék á 71 höggi eða einu höggi undir pari.

Staða hans breyttist lítið á en hann fór upp um sex sæti og er hann í 149. sæti á 9 höggum yfir pari samtals en aðeins 70 efstu fá tækifæri til þess að leika 36 holur til viðbótar um 30 laus sæti á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili.

Skorkortið hjá Birgi eftir að þriðja keppnisdeginum lauk.

Birgir fékk skolla á fyrstu holuna í morgun en hann fékk síðan átta pör í röð og var á einu höggi yfir pari eftir 9 holur. Hann fékk síðan þrjá fugla í röð á 10., 11. og 12. Braut, skramba (+2) á þeirri 13., og síðan komu tveir fuglar í röð á þeirri 14. og 15.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×