Fótbolti

Olsen vill að Michael Laudrup taki við landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Morten Olsen, fráfarandi landsliðsþjálfari Dana, telur að Michael Laudrup ætti að taka við af sér þegar hann hættir sem landsliðsþjálfari árið 2012.

Olsen tilkynnti í gær að hann muni hætta þjálfun landsliðsins þegar að samningur hans rennur út, við lok EM 2012. Hann hefur verið í starfi undanfarinn áratug.

„Ég tel að Michael yrði frábær landsliðsþjálfari. Hann hefur það sem til þarf, bæði sem leikmaður og þjálfari," er haft eftir Olsen í dönskum fjölmiðlum í dag.

Laudrup var aðstoðarmaður Olsen í landsliðinu frá 2000 til 2002 og fór með liðinu í úrslitakeppni EM 2002 í Japan og Suður-Kóreu.

Laudrup lék á sínum tíma með Real Madrid og Barcelona og hefur undanfarin ár þjálfað Getafe, Spartak Mosvku og Bröndby. Hann er nú knattspyrnustjóri Mallorca.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×