Einbeittur ásetningur eða framið í ákafri geðshræringu? Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. september 2010 10:51 Friðrik Smári Björgvinsson, Jón H.B Snorrason og Björgvin Björgvinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á blaðamannafundinum í gær þar sem tilkynnt var að játning lægi fyrir. Mynd/Fréttastofa Stöðvar 2 Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið. Í gær fannst fatnaður í smábátahöfninni í Hafnarfirði sem talið er að tilheyri Gunnari Rúnari. Á blaðamannafundinum í gær þar sem lögreglan greindi frá því að Gunnar Rúnar sem setið hefur í gæsluvarðhaldi hefði játað að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni vildi lögreglan ekki greina frá því hvort rannsókn málsins hefði leitt í ljós einhverjar undirbúningsathafnir af hálfu Gunnars Rúnars í aðdraganda verknaðarins, en slíkar athafnir eru til þess fallnar að styrkja ásetning. Þess vegna liggur í raun ekkert fyrir um hvort hann hafi skipulagt morðið með einhverjum fyrirvara eða hvort það hafi verið framið í geðshræringu. Lögregla vildi ekki gefa upp ástæður Gunnars Rúnars, en greindi frá því að gerð yrði krafa um geðheilbrigðisrannsókn. Lögreglan er búin að tímasetja verknaðinn og telur að morðið hafi verið framið milli kl. 5 og 10 að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðins. Leit að morðvopninu stendur enn yfir og hefur lögreglan notið aðstoðar kafara frá sérsveit ríkislögreglustjóra við leitina í smábátahöfninni í Hafnarfirði þar sem Gunnar Rúnar segist hafa losað sig við morðvopnið. Í gær fannst fatnaður og verður staðreynt hvort hann sé meðal þess hann fleygði frá sér í höfnina. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglan hafi nákvæmar hugmyndir um tegund morðvopnsins. Aðspurður vill hann ekki gefa upp hvers konar hnífur var notaður, en eins og komið hefur fram voru djúp stungusár á líkama hins látna sem benda til þess að langt eggvopn hafi verið notað, hnífur af einhverju tagi. Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur á sig sök, er ekki lengur í einangrun, en hann er þó í gæslu og ekki meðal annarra fanga á Litla Hrauni. En hvers vegna var honum á sínum tíma sleppt að lokinni fyrstu yfirheyrslu? „Við viljum undirstrika að sönnunarbyrði í sakamálum er hjá lögreglu og ákæruvaldi og á þeim tímapunkti voru ekki skilyrði til að halda honum handteknum eða í gæsluvarðhaldi. Rannsóknin var ekki komin á þann stað þá," sagði Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í réttarsögunni. Á fjórða tug lögreglumanna hafa komið að rannsókninni og hafa hátt í hundrað einstaklingar verið yfirheyrðir. Eins og komið hefur fram var sakborningurinn afar hugfanginn af kærustu hins látna og var æskuvinur hennar. Þá þekkti hann til heima hjá Hannesi í Hafnarfirði því hann var reglulega með Hannesi og kærustunni og hafði verið gestkomandi á heimili Hannesar. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Skófar og blóð ástæða gæsluvarðhalds Skófar á vettvangi morðsins í Hafnarfirði og blóð á sem fannst á skóm Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, eru meginástæður þess að hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir helgi samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins. 30. ágúst 2010 15:48 Var með unnustu Hannesar um nóttina Gunnar Rúnar Sigþórsson sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var með unnustu Hannesar nóttina örlagaríku. Hann var ekkert yfirheyrður um helgina 30. ágúst 2010 19:00 Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið. Í gær fannst fatnaður í smábátahöfninni í Hafnarfirði sem talið er að tilheyri Gunnari Rúnari. Á blaðamannafundinum í gær þar sem lögreglan greindi frá því að Gunnar Rúnar sem setið hefur í gæsluvarðhaldi hefði játað að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni vildi lögreglan ekki greina frá því hvort rannsókn málsins hefði leitt í ljós einhverjar undirbúningsathafnir af hálfu Gunnars Rúnars í aðdraganda verknaðarins, en slíkar athafnir eru til þess fallnar að styrkja ásetning. Þess vegna liggur í raun ekkert fyrir um hvort hann hafi skipulagt morðið með einhverjum fyrirvara eða hvort það hafi verið framið í geðshræringu. Lögregla vildi ekki gefa upp ástæður Gunnars Rúnars, en greindi frá því að gerð yrði krafa um geðheilbrigðisrannsókn. Lögreglan er búin að tímasetja verknaðinn og telur að morðið hafi verið framið milli kl. 5 og 10 að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðins. Leit að morðvopninu stendur enn yfir og hefur lögreglan notið aðstoðar kafara frá sérsveit ríkislögreglustjóra við leitina í smábátahöfninni í Hafnarfirði þar sem Gunnar Rúnar segist hafa losað sig við morðvopnið. Í gær fannst fatnaður og verður staðreynt hvort hann sé meðal þess hann fleygði frá sér í höfnina. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglan hafi nákvæmar hugmyndir um tegund morðvopnsins. Aðspurður vill hann ekki gefa upp hvers konar hnífur var notaður, en eins og komið hefur fram voru djúp stungusár á líkama hins látna sem benda til þess að langt eggvopn hafi verið notað, hnífur af einhverju tagi. Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur á sig sök, er ekki lengur í einangrun, en hann er þó í gæslu og ekki meðal annarra fanga á Litla Hrauni. En hvers vegna var honum á sínum tíma sleppt að lokinni fyrstu yfirheyrslu? „Við viljum undirstrika að sönnunarbyrði í sakamálum er hjá lögreglu og ákæruvaldi og á þeim tímapunkti voru ekki skilyrði til að halda honum handteknum eða í gæsluvarðhaldi. Rannsóknin var ekki komin á þann stað þá," sagði Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í réttarsögunni. Á fjórða tug lögreglumanna hafa komið að rannsókninni og hafa hátt í hundrað einstaklingar verið yfirheyrðir. Eins og komið hefur fram var sakborningurinn afar hugfanginn af kærustu hins látna og var æskuvinur hennar. Þá þekkti hann til heima hjá Hannesi í Hafnarfirði því hann var reglulega með Hannesi og kærustunni og hafði verið gestkomandi á heimili Hannesar.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Skófar og blóð ástæða gæsluvarðhalds Skófar á vettvangi morðsins í Hafnarfirði og blóð á sem fannst á skóm Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, eru meginástæður þess að hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir helgi samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins. 30. ágúst 2010 15:48 Var með unnustu Hannesar um nóttina Gunnar Rúnar Sigþórsson sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var með unnustu Hannesar nóttina örlagaríku. Hann var ekkert yfirheyrður um helgina 30. ágúst 2010 19:00 Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Skófar og blóð ástæða gæsluvarðhalds Skófar á vettvangi morðsins í Hafnarfirði og blóð á sem fannst á skóm Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, eru meginástæður þess að hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir helgi samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins. 30. ágúst 2010 15:48
Var með unnustu Hannesar um nóttina Gunnar Rúnar Sigþórsson sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var með unnustu Hannesar nóttina örlagaríku. Hann var ekkert yfirheyrður um helgina 30. ágúst 2010 19:00
Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08