Tugir farast í skógareldum 3. desember 2010 03:45 Barist við eldana Slökkviliðið átti litla möguleika á að ráða við ofsa eldanna. nordicphotos/AFP Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels. Um tíma æddu eldarnir áfram í hlíðum Karmelfjalla og fóru hálfan annan kílómetra á aðeins þremur mínútum. Rýma þurfti nokkur þorp og voru þúsundir manna fluttir burt frá hættusvæðunum. Meðal annars þurfti að rýma sjúkrahús, stúdentagarða, fangelsi og samyrkjubú. Um fjörutíu fangaverðir létu lífið þegar kviknaði í strætisvagni, sem þeir voru í. Ferð þeirra var heitið að Damon-fangelsinu, þar sem rýma þurfti fangelsið vegna eldanna. Mennirnir höfðu ekki unnið í fangelsinu, heldur brugðust við hjálparbeiðni vegna eldanna. „Þeir reyndu að flýja en brunnu lifandi. Þetta var hræðilegt,“ hafði ísraelska dagblaðið Jerusalem Post eftir talsmanni slökkviliðsins. Alls voru um fimmtíu fangaverðir í vagninum, en tíu þeirra tókst að komast undan í tæka tíð. Óvenju miklir þurrkar eru nú í Ísrael og sterkir vindar bera eldinn hratt. Óljóst var um eldsupptökin í gær. Eli Jischai innanríkisráðherra lét kalla út allt slökkvilið í norðanverðu landinu og Ehud Barak varnarmálaráðherra sagði að her landsins myndi taka þátt í slökkvistarfinu. Tugir manna voru sárir eftir eldana, þar á meðal lögreglustjórinn í Haífa sem var illa haldinn. „Við höfum misst alla stjórn á eldunum,“ hafði ísraelska dagblaðið Haaretz eftir talsmanni slökkviliðsins í Haífa. „Það er ekki til nógu mikið af slökkvibúnaði í Ísrael til að slökkva eldinn.“ Stjórnin í Kýpur og á Grikklandi höfðu í gær brugðist við hjálparbeiðni, en einnig hafði verið leitað til Bandaríkjanna, Búlgaríu, Króatíu, Spánar, Frakklands og Rúmeníu eftir aðstoð, meðal annars um að fá herþotur frá nálægum flugvöllum til að aðstoða við slökkvistarfið. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels. Um tíma æddu eldarnir áfram í hlíðum Karmelfjalla og fóru hálfan annan kílómetra á aðeins þremur mínútum. Rýma þurfti nokkur þorp og voru þúsundir manna fluttir burt frá hættusvæðunum. Meðal annars þurfti að rýma sjúkrahús, stúdentagarða, fangelsi og samyrkjubú. Um fjörutíu fangaverðir létu lífið þegar kviknaði í strætisvagni, sem þeir voru í. Ferð þeirra var heitið að Damon-fangelsinu, þar sem rýma þurfti fangelsið vegna eldanna. Mennirnir höfðu ekki unnið í fangelsinu, heldur brugðust við hjálparbeiðni vegna eldanna. „Þeir reyndu að flýja en brunnu lifandi. Þetta var hræðilegt,“ hafði ísraelska dagblaðið Jerusalem Post eftir talsmanni slökkviliðsins. Alls voru um fimmtíu fangaverðir í vagninum, en tíu þeirra tókst að komast undan í tæka tíð. Óvenju miklir þurrkar eru nú í Ísrael og sterkir vindar bera eldinn hratt. Óljóst var um eldsupptökin í gær. Eli Jischai innanríkisráðherra lét kalla út allt slökkvilið í norðanverðu landinu og Ehud Barak varnarmálaráðherra sagði að her landsins myndi taka þátt í slökkvistarfinu. Tugir manna voru sárir eftir eldana, þar á meðal lögreglustjórinn í Haífa sem var illa haldinn. „Við höfum misst alla stjórn á eldunum,“ hafði ísraelska dagblaðið Haaretz eftir talsmanni slökkviliðsins í Haífa. „Það er ekki til nógu mikið af slökkvibúnaði í Ísrael til að slökkva eldinn.“ Stjórnin í Kýpur og á Grikklandi höfðu í gær brugðist við hjálparbeiðni, en einnig hafði verið leitað til Bandaríkjanna, Búlgaríu, Króatíu, Spánar, Frakklands og Rúmeníu eftir aðstoð, meðal annars um að fá herþotur frá nálægum flugvöllum til að aðstoða við slökkvistarfið. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira