Fótbolti

Liðið hans Sigurðar Jónssonar komið niður í fallsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Jónsson.
Sigurður Jónsson.
Það hefur ekki gengið vel í síðustu leikjum hjá lærisveinum Sigurðar Jónssonar í sænska C-deildarliðinu Enköping. Sigurður tók við liðinu fyrir tímabilið og það spilar í Norra Svealand riðlinum.

Enköping tapaði í gær 0-1 fyrir botnliðinu Hudiksvalls ABK á útivelli og datt fyrir vikið niður í fallsæti. Þetta var þriðja tap Enköping-liðsins í röð og liðið hefur ekki náð að skora í neinum þeirra.

Liðið hefur unnið 2 af fyrstu 7 leikjum sínum og er með sjö stig að lokum sjö umferðum. Þetta leit út eftir 3-0 sigur á Rotebro 8. maí síðastliðinn en síðan hefur liðið ekki náð að skora í 295 mínútur.

Það jákvæða í stöðunni er að deildin er jöfn og það þarf ekki mörg stig til að hoppa upp um mörg sæti. Hudiksvall fór sem dæmi upp úr botnsætinu og alla leið í fimmta sæti með sigrinum á Enköping í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×