Kynþáttahatur undirrót árásar á heimili 14. september 2010 06:00 Húsbrot Mennirnir sem réðust inn á heimili feðga á laugardag brutu rúðu í útidyrahurð og notuðu svo slökkvitæki sem var á ganginum til að brjóta sér leið inn í íbúð feðganna. Búið var að negla fyrir glugga í húsinu í gær. Fréttablaðið/Valli Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Lögreglan handtók á sunnudag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stýrt húsbrotinu. Öðrum mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hinn maðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldismála. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir manninum vegna rannsóknarhagsmuna. Hinn maðurinn hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu með fullnægjandi hætti svo ekki hafi verið þörf á því að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Málið má rekja til kynþáttafordóma sem kærasta sautján ára pilts, sem ættaður er frá Kúbu, varð fyrir frá samnemanda í Menntaskólanum í Kópavogi. Pilturinn staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í skólann á fimmtudag ásamt fimm vinum sínum. Hann segir að tilgangurinn hafi verið að ræða við skólastjórann. Aðrir segja að tilgangurinn hafi verið að hitta á nemanda í skólanum sem hafi haft í hótunum við hann í gegnum kærustu hans. Ekki kom til átaka í skólanum en til orðaskipta kom milli sexmenninganna og nemanda í skólanum. Sá mun vera frændi mannsins sem nú situr í varðhaldi. Í kjölfarið fór pilturinn að fá símtöl frá manninum sem nú situr í varðhaldi þar sem honum var hótað. Á laugardag var svo tvívegis ráðist inn á heimili hans og föður hans, sem einnig er ættaður frá Kúbu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögregla að maðurinn sem nú situr í varðhaldi hafi haft sig þar mest í frammi. Lögreglan telur að tilgangur mannanna hafi verið að ógna feðgunum og hræða þá. Mennirnir voru ekki vopnaðir, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir með verkfæri meðferðis. Feðgarnir flúðu land eftir aðfarirnar. Í samtali við morgunútvarp RÚV sagði faðirinn þá hafa fengið lögreglufylgd út á Keflavíkurflugvöll. Hákon segir það á misskilningi byggt. Þeir hafi ekki fengið lögreglufylgd, en lögreglumaður sem átt hafi erindi á Reykjanes hafi fylgt þeim á flugvöllinn. Lögreglan hafi enga aðkomu átt að þeirri ákvörðun feðganna að fara af landi brott. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Lögreglan handtók á sunnudag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stýrt húsbrotinu. Öðrum mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hinn maðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldismála. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir manninum vegna rannsóknarhagsmuna. Hinn maðurinn hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu með fullnægjandi hætti svo ekki hafi verið þörf á því að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Málið má rekja til kynþáttafordóma sem kærasta sautján ára pilts, sem ættaður er frá Kúbu, varð fyrir frá samnemanda í Menntaskólanum í Kópavogi. Pilturinn staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í skólann á fimmtudag ásamt fimm vinum sínum. Hann segir að tilgangurinn hafi verið að ræða við skólastjórann. Aðrir segja að tilgangurinn hafi verið að hitta á nemanda í skólanum sem hafi haft í hótunum við hann í gegnum kærustu hans. Ekki kom til átaka í skólanum en til orðaskipta kom milli sexmenninganna og nemanda í skólanum. Sá mun vera frændi mannsins sem nú situr í varðhaldi. Í kjölfarið fór pilturinn að fá símtöl frá manninum sem nú situr í varðhaldi þar sem honum var hótað. Á laugardag var svo tvívegis ráðist inn á heimili hans og föður hans, sem einnig er ættaður frá Kúbu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögregla að maðurinn sem nú situr í varðhaldi hafi haft sig þar mest í frammi. Lögreglan telur að tilgangur mannanna hafi verið að ógna feðgunum og hræða þá. Mennirnir voru ekki vopnaðir, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir með verkfæri meðferðis. Feðgarnir flúðu land eftir aðfarirnar. Í samtali við morgunútvarp RÚV sagði faðirinn þá hafa fengið lögreglufylgd út á Keflavíkurflugvöll. Hákon segir það á misskilningi byggt. Þeir hafi ekki fengið lögreglufylgd, en lögreglumaður sem átt hafi erindi á Reykjanes hafi fylgt þeim á flugvöllinn. Lögreglan hafi enga aðkomu átt að þeirri ákvörðun feðganna að fara af landi brott. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira