Fór vopnaður í vettvangsferð fyrr um kvöldið 22. nóvember 2010 18:06 Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun. Þetta kemur fram í játningu Gunnars Rúnars hjá lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar lýsir hann atburðarrásinni aðfaranótt sunnudagsins 15.ágúst, sem hófst með því að hann fór í bíltúr um Hafnarfjörðinn rétt fyrir miðnætti. Gunnar Rúnar stoppaði við verslun 10-11 í Setberginu í Hafnarfirði, lagði bílnum og fór í gönguferð um hverfið. Hann var með hnífinn á sér og segist hafa verið að reyna stoppa sjálfan sig. Skyndilega man hann þá eftir því að Hannes er ekki heima og hættir því við. Hannes var þá staddur á tónleikum Bubba Morthens í Vogum á Vatsnleysuströnd ásamt kærustu sinni. Í yfirheyrslunni spyr lögreglumaður hverju hann hafi velt fyrir sér á göngu sinni um hverfið. Og Gunnar svarar: „...Ég er að pæla hvort ég eigi að gera þetta eða hvort ég eigi ekki að gera þetta. Ég hef verið að pæla í þessu mjög mikið hvort ég ætti að drepa hann Hannes, en ég hef alltaf stoppað mig en samt er ég farinn að ganga lengra og lengra. Þetta kvöld á þessum tíma þegar ég var á þessum göngutúri þá náði ég að stoppa mig og líka það að ég vissi það að það var örugglega enginn heima." Gunnar ákveður því að keyra niður í miðbæ Reykjavíkur, reyna að gleyma þessu og fá sér í glas. Hann endar síðan einn með kærustu Hannesar, þau drekka mikið magn áfengis, og hann keyrir drukkin heim til sín, en kærastan lá áfengisdauð í framsætinu. Þegar heim er komið heldur hann á kærustunni inn til sín og kemur henni fyrir í rúmi sínu, skiptir um föt, fer út í bíl og ákveður að láta til skara skríða. Á milli klukkan sjö og átta um morguninn leggur hann bílnum við leikskóla í Setbergshverfinu, fer í úlpuna og tekur með sér poka með dótinu sem hann þurfti. Hann gengur upp þennan göngustíg, stoppar við ljósastaur og gerir sig kláran fyrir morðið. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun. Þetta kemur fram í játningu Gunnars Rúnars hjá lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar lýsir hann atburðarrásinni aðfaranótt sunnudagsins 15.ágúst, sem hófst með því að hann fór í bíltúr um Hafnarfjörðinn rétt fyrir miðnætti. Gunnar Rúnar stoppaði við verslun 10-11 í Setberginu í Hafnarfirði, lagði bílnum og fór í gönguferð um hverfið. Hann var með hnífinn á sér og segist hafa verið að reyna stoppa sjálfan sig. Skyndilega man hann þá eftir því að Hannes er ekki heima og hættir því við. Hannes var þá staddur á tónleikum Bubba Morthens í Vogum á Vatsnleysuströnd ásamt kærustu sinni. Í yfirheyrslunni spyr lögreglumaður hverju hann hafi velt fyrir sér á göngu sinni um hverfið. Og Gunnar svarar: „...Ég er að pæla hvort ég eigi að gera þetta eða hvort ég eigi ekki að gera þetta. Ég hef verið að pæla í þessu mjög mikið hvort ég ætti að drepa hann Hannes, en ég hef alltaf stoppað mig en samt er ég farinn að ganga lengra og lengra. Þetta kvöld á þessum tíma þegar ég var á þessum göngutúri þá náði ég að stoppa mig og líka það að ég vissi það að það var örugglega enginn heima." Gunnar ákveður því að keyra niður í miðbæ Reykjavíkur, reyna að gleyma þessu og fá sér í glas. Hann endar síðan einn með kærustu Hannesar, þau drekka mikið magn áfengis, og hann keyrir drukkin heim til sín, en kærastan lá áfengisdauð í framsætinu. Þegar heim er komið heldur hann á kærustunni inn til sín og kemur henni fyrir í rúmi sínu, skiptir um föt, fer út í bíl og ákveður að láta til skara skríða. Á milli klukkan sjö og átta um morguninn leggur hann bílnum við leikskóla í Setbergshverfinu, fer í úlpuna og tekur með sér poka með dótinu sem hann þurfti. Hann gengur upp þennan göngustíg, stoppar við ljósastaur og gerir sig kláran fyrir morðið.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira