Veruleg vandræði Valdísar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. júlí 2010 09:30 Valdís á vellinum í gær. Mynd/Valur Jónatansson Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ sagði Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum á yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfaldlega engin pútt hjá mér,“ sagði Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játti því að það væri líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkenndi einnig að aðstæður, sem voru virkilega erfiðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bakvið það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið. Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ sagði Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum á yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfaldlega engin pútt hjá mér,“ sagði Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játti því að það væri líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkenndi einnig að aðstæður, sem voru virkilega erfiðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bakvið það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið.
Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti