Ákæra gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem grunaður er um morðið á Hannesi Þór Helgasyni, verður gefin út í dag, samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkissaksóknara.
Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði þann 15. ágúst síðastliðinn. Fljótlega beindist grunur að Gunnari Rúnari sem hafði opinberlega lýst ást sinni á unnustu Hannesar.
Gunnar Rúnar var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27 ágúst og hefur setið í varðhaldi síðan þá.