Um fimmtíu manns eru nú staddir í fjöldahjálparmiðstöðinni að Heimalandi, miðja vegu á milli Hvolsvallar og Skóga. Fólkið er rólegt en þreytt að sögn en nokkur börn eru í hópnum, þar á meðal þriggja mánaða barn. Fjórtán útlendir ferðamenn eru einnig í hópnum.
Auk fjöldahjálparstöðvarinnar á Heimalandi hafa stöðvar verið opnaðar í Grunnskólanum á Hvolsvelli , Varmahlíð og Drangshlíð.