Deilir ekki átjándu aldar sýn 9. nóvember 2010 06:00 Háskólinn í Reykjavík í Vatnsmýri HR tekur forystuna í laganámi hér á landi ef horft er til gengis útskrifaðra lögfræðinga skólans sem stóðust í ár í fyrstu tilraun próf til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Fréttablaðið/GVA Hlutfall lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík (HR) sem í fyrstu tilraun stóðust réttindapróf til að starfa sem héraðsdómslögmaður er í ár hærra en hlutfall útskrifaðra lögfræðinga frá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). Tæp 69 prósent útskrifaðra nemenda HR stóðust prófið í fyrstu tilraun á móti tæpum 65 prósentum frá HÍ. Hlutfallið breytist svo HR í óhag þegar einnig er horft til endurtektarprófs, en þá standast 73 prósent nemenda HÍ prófið á móti 68 prósentum frá HR. Öllu færri útskrifaðir lögfræðingar frá Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Akureyri þreyta prófið og því vafamál hvort sú tölfræði sé samanburðarhæf. Í heild stóðust tveir nemendur af sjö frá Bifröst prófið í ár og einn nemandi af fjórum frá HA. Þegar horft er til heildartalna áranna 2007 til 2010 virðist þó mega draga þá ályktun að útskrifaðir lögfræðingar skólanna séu misvel undir það búnir að þreyta héraðsdómslögmannsréttindapróf, eins og þau eru upp sett. Á tímabilinu hafa 84 prósent lögfræðinga frá HÍ staðist prófið, 76 prósent frá HR, 46 prósent frá Bifröst og 38 prósent frá Háskólanum á Akureyri. Í forsíðufrétt blaðsins í gær fórst fyrir að taka fram að tafla sem sýndi hlutfall þeirra sem náð höfðu réttindaprófi til héraðsdómslögmanns árin 2005 til 2009 tók ekki til endurtektarprófa, heldur einungis fyrstu tilraunar. Af öllum sem þreyttu prófið á þessum árum féllu nærri 40 prósent í fyrstu tilraun. Í fréttinni lýsti Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, áhyggjum af því að menntun lögfræðinga væri ekki nógu góð í öllum tilvikum. Hann kallaði eftir úttekt á laganámi sem hér færi fram og að kannað yrði hvort það fullnægði eðlilegum kröfum. Hann vill samræma kröfur sem gerðar séu til grunnáms í lögfræði í ólíkum skólum. „Ég deili ekki þeirri átjándu aldar sýn sem birtist í skoðunum Brynjars Níelssonar um að það sé til eitthvað eitt samræmt laganámsfont sem öllum beri að fara eftir,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. „Að því er ég best veit er það ekki hugsun sem á sér neins staðar stoð í hinum vestræna heimi að til sé einhver slík skilgreining, eða að í sjálfu sér sé æskilegt að mennta alla lögfræðinga út úr sömu formúlunni. Ég tel þetta sorglega gamaldags viðhorf sem ég get á engan hátt tekið undir.“ Til viðbótar bendir Bryndís á að saga laganáms í nýju háskólunum sé stutt og varhugavert að draga of víðtækar ályktanir út frá tölfræðilegum samanburði á þeim. „Nýju skólarnir byggja nám sitt upp með öðrum hætti og leggja mögulega höfuðáherslu á aðra þætti en þarna reynir á. Það eru ekki allir lögfræðingar menntaðir til að verða lögmenn.“ Þá furðar Bryndís sig á því að formanni Lögmannafélagsins virðist ekki kunnugt um að reglulega séu gerðar úttektir á laganámi hér á landi. „Það er í gangi gæðaeftirlit með þessu námi, en því miður finnst mér þetta viðhorf sem hann sýnir bera vott um að hann hafi ekki fylgst með því hvernig laganám hefur þróast í heiminum og að fjölbreytni sé æskileg í slíku námi.“ Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar HR, hafnar einnig gagnrýni Brynjars og telur hann skorta upplýsingar um inntak og gæði laganáms við skólann. Þórður kveðst ætla að svara Brynjari betur á vettvangi Lögmannablaðsins, en furðar sig, líkt og Bryndís, á því að hann skuli ekki vita um þær úttektir sem þegar hafi verið gerðar á laganámi í landinu, en niðurstöður tveggja slíkra sé að finna á vef menntamálaráðuneytisins. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Hlutfall lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík (HR) sem í fyrstu tilraun stóðust réttindapróf til að starfa sem héraðsdómslögmaður er í ár hærra en hlutfall útskrifaðra lögfræðinga frá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). Tæp 69 prósent útskrifaðra nemenda HR stóðust prófið í fyrstu tilraun á móti tæpum 65 prósentum frá HÍ. Hlutfallið breytist svo HR í óhag þegar einnig er horft til endurtektarprófs, en þá standast 73 prósent nemenda HÍ prófið á móti 68 prósentum frá HR. Öllu færri útskrifaðir lögfræðingar frá Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Akureyri þreyta prófið og því vafamál hvort sú tölfræði sé samanburðarhæf. Í heild stóðust tveir nemendur af sjö frá Bifröst prófið í ár og einn nemandi af fjórum frá HA. Þegar horft er til heildartalna áranna 2007 til 2010 virðist þó mega draga þá ályktun að útskrifaðir lögfræðingar skólanna séu misvel undir það búnir að þreyta héraðsdómslögmannsréttindapróf, eins og þau eru upp sett. Á tímabilinu hafa 84 prósent lögfræðinga frá HÍ staðist prófið, 76 prósent frá HR, 46 prósent frá Bifröst og 38 prósent frá Háskólanum á Akureyri. Í forsíðufrétt blaðsins í gær fórst fyrir að taka fram að tafla sem sýndi hlutfall þeirra sem náð höfðu réttindaprófi til héraðsdómslögmanns árin 2005 til 2009 tók ekki til endurtektarprófa, heldur einungis fyrstu tilraunar. Af öllum sem þreyttu prófið á þessum árum féllu nærri 40 prósent í fyrstu tilraun. Í fréttinni lýsti Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, áhyggjum af því að menntun lögfræðinga væri ekki nógu góð í öllum tilvikum. Hann kallaði eftir úttekt á laganámi sem hér færi fram og að kannað yrði hvort það fullnægði eðlilegum kröfum. Hann vill samræma kröfur sem gerðar séu til grunnáms í lögfræði í ólíkum skólum. „Ég deili ekki þeirri átjándu aldar sýn sem birtist í skoðunum Brynjars Níelssonar um að það sé til eitthvað eitt samræmt laganámsfont sem öllum beri að fara eftir,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. „Að því er ég best veit er það ekki hugsun sem á sér neins staðar stoð í hinum vestræna heimi að til sé einhver slík skilgreining, eða að í sjálfu sér sé æskilegt að mennta alla lögfræðinga út úr sömu formúlunni. Ég tel þetta sorglega gamaldags viðhorf sem ég get á engan hátt tekið undir.“ Til viðbótar bendir Bryndís á að saga laganáms í nýju háskólunum sé stutt og varhugavert að draga of víðtækar ályktanir út frá tölfræðilegum samanburði á þeim. „Nýju skólarnir byggja nám sitt upp með öðrum hætti og leggja mögulega höfuðáherslu á aðra þætti en þarna reynir á. Það eru ekki allir lögfræðingar menntaðir til að verða lögmenn.“ Þá furðar Bryndís sig á því að formanni Lögmannafélagsins virðist ekki kunnugt um að reglulega séu gerðar úttektir á laganámi hér á landi. „Það er í gangi gæðaeftirlit með þessu námi, en því miður finnst mér þetta viðhorf sem hann sýnir bera vott um að hann hafi ekki fylgst með því hvernig laganám hefur þróast í heiminum og að fjölbreytni sé æskileg í slíku námi.“ Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar HR, hafnar einnig gagnrýni Brynjars og telur hann skorta upplýsingar um inntak og gæði laganáms við skólann. Þórður kveðst ætla að svara Brynjari betur á vettvangi Lögmannablaðsins, en furðar sig, líkt og Bryndís, á því að hann skuli ekki vita um þær úttektir sem þegar hafi verið gerðar á laganámi í landinu, en niðurstöður tveggja slíkra sé að finna á vef menntamálaráðuneytisins. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira