Umfjöllun: Akureyri vann nauman sigur í Mosfellsbænum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2010 20:01 Bjarni Fritzson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Akureyri er enn ósigrað á toppi N1-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í æsispennandi leik í kvöld, 25-24. Liðin skiptust á að vera með forystuna í leiknum en Norðanmenn reyndust sterkari á lokakaflanum. Mosfellingar leiddu í hálfleik, 12-11. Akureyri byrjaði af miklum krafti í leiknum og var ekki annað að sjá að þeir ætluðu að tryggja sér sigurinn strax í fyrri hálfleik. En Mosfellingar eru ólseigir og gefast ekki upp þótt á móti blási. Staðan var orðin 6-2 eftir tíu mínútna leik en á næstu tíu mínútum fóru þeir á mikinn skrið og komust yfir, 9-8. Afturelding gaf ekkert eftir og náði að halda forystunni allt til loka fyrri hálfleiksins. Miklu munaði um Hafþór Einarsson, fyrrum markvörð Akureyrar, en hann fór á kostum í marki heimamanna og varði alls tólf skot í fyrri hálfleiknum, þar af eitt víti. Línumaðurinn Ásgeir Jónsson og hornamaðurinn Aron Gylfason voru gríðarlega öflugir í sóknarleik og nýttu öll sín skot í fyrri hálfleiknum, fjögur hvor talsins.Ásgeir Jónsson átti frábæran fyrri hálfleik í kvöld.Mynd/StefánSíðari hálfleikurinn var afar fjörugur og hófst af miklum krafti. Akureyri skoraði fyrsta markið og náði þá að jafna metin en Mosfellingar svöruðu fyrir sig með því að komast fjórum mörkum yfir, 17-13, eftir fimm mínútna leik. En þá kom leikkaflinn sem í raun gerði út um heimamenn. Akureyringum tókst að vinna sig inn í leikinn og skoruðu á næstu níu mínútum átta mörk gegn aðeins einu frá Aftureldingu. En sem fyrr gáfust Mosfellingar ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark og áttu meira að segja möguleika á jöfnunarmarkinu á lokasekúndunum. En allt kom fyrir ekki og Akureyringar fögnuðu enn einum sigrinum. Akureyringum tókst að loka algerlega á línuspil Aftureldingar í síðari hálfleik og refsuðu grimmt fyrir öll mistök heimamanna. Oddur Gretarsson átti góða spretti og Heimir Örn Árnason var sem fyrr dýrmætur í öllu spili Norðanmanna. Sveinbjörn Pétursson hefur oft átt betri daga í markinu en varði ágætlega inn á milli. Hafþór var góður gegn sínum gömlu félögum í Akureyri en það dugði ekki til. Haukur Sigurvinsson var drjúgur í síðari hálfleik og Jón Andri Helgason kom einnig sterkur inn. Það var þó ekki að sjá að þarna mættust efsta lið deildarinnar og lið sem er í harðri botnbaráttu. Mosfellingar börðust til síðasta blóðdropa eins og svo oft áður en í kvöld voru heilladísirnar á bandi Akureyringa sem halda ótrauðir áfram á sigurgöngu sinni. Tölfræði leiksins:Afturelding - Akureyri 24 - 25 (12 - 11)Mörk Aftureldingar (skot): Haukur Sigurvinsson 7/3 (13/4), Aron Gylfason 5 (5), Ásgeir Jónsson 4 (4), Jón Andri Helgason 4 (5), Bjarni Aron Þórðarson 2 (10/1), Arnar Theódórsson 1 (2), Hrafn Ingvarsson 1 (3), Eyþór Vestmann (1), Daníel Jónsson (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/2 (45/4, 44%). Hraðaupphlaup: 9 (Jón Andri 4, Aron 2, Haukur 2, Hrafn 1). Fiskuð víti: 5 (Aron 2, Arnar 2, Ásgeir 1). Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/2 (13/3), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (12), Heimir Örn Árnason 4 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Bjarni Fritzsson 2 (7/1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hlynur Matthíasson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (4), Geir Guðmundsson (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13 (35/2, 37%), Stefán Guðnason 1/1 (2/2, 50%). Hraðaupphlaup: 8 (Guðmundur Hólmar 2, Oddur 2, Bjarni 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1). Fiskuð víti: 4 (Oddur 2, Bjarni 1, Heimir Örn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Olís-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Akureyri er enn ósigrað á toppi N1-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í æsispennandi leik í kvöld, 25-24. Liðin skiptust á að vera með forystuna í leiknum en Norðanmenn reyndust sterkari á lokakaflanum. Mosfellingar leiddu í hálfleik, 12-11. Akureyri byrjaði af miklum krafti í leiknum og var ekki annað að sjá að þeir ætluðu að tryggja sér sigurinn strax í fyrri hálfleik. En Mosfellingar eru ólseigir og gefast ekki upp þótt á móti blási. Staðan var orðin 6-2 eftir tíu mínútna leik en á næstu tíu mínútum fóru þeir á mikinn skrið og komust yfir, 9-8. Afturelding gaf ekkert eftir og náði að halda forystunni allt til loka fyrri hálfleiksins. Miklu munaði um Hafþór Einarsson, fyrrum markvörð Akureyrar, en hann fór á kostum í marki heimamanna og varði alls tólf skot í fyrri hálfleiknum, þar af eitt víti. Línumaðurinn Ásgeir Jónsson og hornamaðurinn Aron Gylfason voru gríðarlega öflugir í sóknarleik og nýttu öll sín skot í fyrri hálfleiknum, fjögur hvor talsins.Ásgeir Jónsson átti frábæran fyrri hálfleik í kvöld.Mynd/StefánSíðari hálfleikurinn var afar fjörugur og hófst af miklum krafti. Akureyri skoraði fyrsta markið og náði þá að jafna metin en Mosfellingar svöruðu fyrir sig með því að komast fjórum mörkum yfir, 17-13, eftir fimm mínútna leik. En þá kom leikkaflinn sem í raun gerði út um heimamenn. Akureyringum tókst að vinna sig inn í leikinn og skoruðu á næstu níu mínútum átta mörk gegn aðeins einu frá Aftureldingu. En sem fyrr gáfust Mosfellingar ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark og áttu meira að segja möguleika á jöfnunarmarkinu á lokasekúndunum. En allt kom fyrir ekki og Akureyringar fögnuðu enn einum sigrinum. Akureyringum tókst að loka algerlega á línuspil Aftureldingar í síðari hálfleik og refsuðu grimmt fyrir öll mistök heimamanna. Oddur Gretarsson átti góða spretti og Heimir Örn Árnason var sem fyrr dýrmætur í öllu spili Norðanmanna. Sveinbjörn Pétursson hefur oft átt betri daga í markinu en varði ágætlega inn á milli. Hafþór var góður gegn sínum gömlu félögum í Akureyri en það dugði ekki til. Haukur Sigurvinsson var drjúgur í síðari hálfleik og Jón Andri Helgason kom einnig sterkur inn. Það var þó ekki að sjá að þarna mættust efsta lið deildarinnar og lið sem er í harðri botnbaráttu. Mosfellingar börðust til síðasta blóðdropa eins og svo oft áður en í kvöld voru heilladísirnar á bandi Akureyringa sem halda ótrauðir áfram á sigurgöngu sinni. Tölfræði leiksins:Afturelding - Akureyri 24 - 25 (12 - 11)Mörk Aftureldingar (skot): Haukur Sigurvinsson 7/3 (13/4), Aron Gylfason 5 (5), Ásgeir Jónsson 4 (4), Jón Andri Helgason 4 (5), Bjarni Aron Þórðarson 2 (10/1), Arnar Theódórsson 1 (2), Hrafn Ingvarsson 1 (3), Eyþór Vestmann (1), Daníel Jónsson (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/2 (45/4, 44%). Hraðaupphlaup: 9 (Jón Andri 4, Aron 2, Haukur 2, Hrafn 1). Fiskuð víti: 5 (Aron 2, Arnar 2, Ásgeir 1). Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/2 (13/3), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (12), Heimir Örn Árnason 4 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Bjarni Fritzsson 2 (7/1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hlynur Matthíasson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (4), Geir Guðmundsson (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13 (35/2, 37%), Stefán Guðnason 1/1 (2/2, 50%). Hraðaupphlaup: 8 (Guðmundur Hólmar 2, Oddur 2, Bjarni 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1). Fiskuð víti: 4 (Oddur 2, Bjarni 1, Heimir Örn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson.
Olís-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira