Umfjöllun: FH aðeins of stór biti fyrir Völsung Henry Birgir Gunnarsson á Húsavík skrifar 17. október 2010 18:51 Spilandi þjálfari Völsungs, Vilhjálmur Sigmundsson, er hér kominn í gegnum vörn FH en skot hans fór í stöngina: Mynd/640.is Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson skildi að milli Völsungs og FH í dag er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Annars voru liðin nokkuð jöfn. Það er kannski ekki fullur sannleikur en þetta var í það minnsta álit Húsvíkinga á leiknum. FH vann leikinn með 23 marka mun, 23-46, og leiddi í hálfleik með ellefu mörkum, 10-21. Sex fyrstu mörk leiksins voru hraðaupphlaupsmörk hjá FH og róðurinn þungur fyrir heimamenn. Þrátt fyrir góð tilþrif á köflum tókst þeim ekki að vinna sig aftur inn í leikinn. FH-ingar gáfu Völsungum engin grið í leiknum og keyrðu miskunnarlaust hraðaupphlaup í andlitið á þeim. Heimamönnum óx þó ásmegin eftir því sem leið á og var mörkum þeirra vel fagnað. Flestir leikmanna liðsins hafa ekki æft handbolta lengi og miðað við það var framganga heimamanna vaskleg og virðingarverð. Heimamenn bentu á eftir leikinn að þeir hefðu skorað fleiri mörk en Haukar gegn FH og væru þar af leiðandi með betra sóknarlið en ríkjandi Íslandsmeistarar. Þingeyska hógværðin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Um 1.000 áhorfendur voru mættir á völlinn og mynduðu virkilega skemmtilega stemningu allan leikinn. Til fyrirmyndar en Völsungur var að spila sinn fyrsta alvöru handboltaleik í tíu ár. Mikil handboltahátið var á Húsavík fyrir leikinn og Logi Geirsson leiddi handboltaæfingu hjá ungu krökkunum fyrir leik. Aðrir leikmenn FH slógust síðan í slaginn og úr varð hin besta skemmtun fyrir heimamenn. Eftirminnilegur handboltadagur á Húsavík sem á vonandi eftir að virka sem vítamínsprauta á handboltastarfið í bæjarfélaginu. Völsungur-FH 23-46 (10-21) Mörk Völsungs: Jónas Friðriksson 5, Gunnar Illugi Sigurðsson 5/3, Guðbjartur Benediktsson 4, Alexander Jónasson 4, Einar Gestur Jónasson 2, Björgvin Vigfússon 1, Hallgrimur Steingrímsson 1, Gunnar Jósteinsson 1. Varin skot: Aðalsteinn Friðriksson 10. Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar Illugi). Fiskuð víti: 4 (Alexander 3, Guðbjartur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/5, Ísak Rafnsson 8, Bjarki Jónsson 7, Bogi Eggertsson 6, Benedikt Kristinsson 5, Hermann Björnsson 4, Ari Þorgeirsson 3, Þorkell Magnússon 1, Ólafur Guðmundsson 1, Pálmar Pétursson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 13, Daníel Andrésson 5. Hraðaupphlaup: 20 (Benedikt 4, Bogi 4, Bjarki 4, Ísak 3, Þorkell, Ólafur, Ari, Hermann, 'Asbjörn). Fiskuð víti: 6 (Atli Rúnar 2, Bogi 2, Bjarki, Benedikt) Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson skildi að milli Völsungs og FH í dag er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Annars voru liðin nokkuð jöfn. Það er kannski ekki fullur sannleikur en þetta var í það minnsta álit Húsvíkinga á leiknum. FH vann leikinn með 23 marka mun, 23-46, og leiddi í hálfleik með ellefu mörkum, 10-21. Sex fyrstu mörk leiksins voru hraðaupphlaupsmörk hjá FH og róðurinn þungur fyrir heimamenn. Þrátt fyrir góð tilþrif á köflum tókst þeim ekki að vinna sig aftur inn í leikinn. FH-ingar gáfu Völsungum engin grið í leiknum og keyrðu miskunnarlaust hraðaupphlaup í andlitið á þeim. Heimamönnum óx þó ásmegin eftir því sem leið á og var mörkum þeirra vel fagnað. Flestir leikmanna liðsins hafa ekki æft handbolta lengi og miðað við það var framganga heimamanna vaskleg og virðingarverð. Heimamenn bentu á eftir leikinn að þeir hefðu skorað fleiri mörk en Haukar gegn FH og væru þar af leiðandi með betra sóknarlið en ríkjandi Íslandsmeistarar. Þingeyska hógværðin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Um 1.000 áhorfendur voru mættir á völlinn og mynduðu virkilega skemmtilega stemningu allan leikinn. Til fyrirmyndar en Völsungur var að spila sinn fyrsta alvöru handboltaleik í tíu ár. Mikil handboltahátið var á Húsavík fyrir leikinn og Logi Geirsson leiddi handboltaæfingu hjá ungu krökkunum fyrir leik. Aðrir leikmenn FH slógust síðan í slaginn og úr varð hin besta skemmtun fyrir heimamenn. Eftirminnilegur handboltadagur á Húsavík sem á vonandi eftir að virka sem vítamínsprauta á handboltastarfið í bæjarfélaginu. Völsungur-FH 23-46 (10-21) Mörk Völsungs: Jónas Friðriksson 5, Gunnar Illugi Sigurðsson 5/3, Guðbjartur Benediktsson 4, Alexander Jónasson 4, Einar Gestur Jónasson 2, Björgvin Vigfússon 1, Hallgrimur Steingrímsson 1, Gunnar Jósteinsson 1. Varin skot: Aðalsteinn Friðriksson 10. Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar Illugi). Fiskuð víti: 4 (Alexander 3, Guðbjartur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/5, Ísak Rafnsson 8, Bjarki Jónsson 7, Bogi Eggertsson 6, Benedikt Kristinsson 5, Hermann Björnsson 4, Ari Þorgeirsson 3, Þorkell Magnússon 1, Ólafur Guðmundsson 1, Pálmar Pétursson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 13, Daníel Andrésson 5. Hraðaupphlaup: 20 (Benedikt 4, Bogi 4, Bjarki 4, Ísak 3, Þorkell, Ólafur, Ari, Hermann, 'Asbjörn). Fiskuð víti: 6 (Atli Rúnar 2, Bogi 2, Bjarki, Benedikt) Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn