Bubbi biður Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar og Gunnars 24. nóvember 2010 17:55 „Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli,“ segir Bubbi. Bubbi Morthens biður góðan Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar Þórs Helgasonar og Gunnars Rúnars Sigþórssonar í sorg þeirra og taka burt reiðina sem brenni aðeins fólk upp og gefi engan frið. Harmur fjölskyldu Hannesar sé mikill og reiðin sé skiljanleg. Gunnar Rúnar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir. Verjandi hans fer fram á að réttarhaldið verði lokað og leggur sérstaka áherslu á að það verðu lokað almenningi og fjölmiðlum þegar Gunnar Rúnar gefur skýrslu sem og geðlæknir hans. Bubbi fjallar um málið í pistli sem hann kallar „Fjölmiðlaklám" á Pressunni í dag. „Harmleikurinn í Hafnafirði er hræðilegur hlutur. Sá sem framdi verknaðinn hefur játað að hann hafi undirbúið sig lengi." Bubbi bendir á að fyrst tveir geðlæknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar sé ósakhæfur þá hljóti þeir að byggja niðurstöðu sína á einhverju áþreifanlegu. „Nú er komin Fésbókarhópur sem vill hefnd og leyfir sér að halda því fram að morðinginn sé sakhæfur. Þetta fólk hefur ekkert fyrir sér í því annað en reiði og sorg. Hver yrði ekki reiður og sorgmæddur ef hann missti náinn aðstandanda á þennan máta?" Þá segir Bubbi: „Menn geta haft skoðun á Gunnari í Krossinum, en hvernig hann tók á máli morðingja móður sinnar er eitt magnaðasta dæmi í seinni tíma hér á landi um hvernig kærleikur og mennska í sinni fegurstu mynd birtist í fyrirgefningunni. Mér er það líka óskiljanlegt hvernig fjölmiðlar eru að rúnka sér á þessu máli. Það er alger óþarfi og meiðir bara aðstandendur meira. Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli." Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Bubbi Morthens biður góðan Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar Þórs Helgasonar og Gunnars Rúnars Sigþórssonar í sorg þeirra og taka burt reiðina sem brenni aðeins fólk upp og gefi engan frið. Harmur fjölskyldu Hannesar sé mikill og reiðin sé skiljanleg. Gunnar Rúnar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir. Verjandi hans fer fram á að réttarhaldið verði lokað og leggur sérstaka áherslu á að það verðu lokað almenningi og fjölmiðlum þegar Gunnar Rúnar gefur skýrslu sem og geðlæknir hans. Bubbi fjallar um málið í pistli sem hann kallar „Fjölmiðlaklám" á Pressunni í dag. „Harmleikurinn í Hafnafirði er hræðilegur hlutur. Sá sem framdi verknaðinn hefur játað að hann hafi undirbúið sig lengi." Bubbi bendir á að fyrst tveir geðlæknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar sé ósakhæfur þá hljóti þeir að byggja niðurstöðu sína á einhverju áþreifanlegu. „Nú er komin Fésbókarhópur sem vill hefnd og leyfir sér að halda því fram að morðinginn sé sakhæfur. Þetta fólk hefur ekkert fyrir sér í því annað en reiði og sorg. Hver yrði ekki reiður og sorgmæddur ef hann missti náinn aðstandanda á þennan máta?" Þá segir Bubbi: „Menn geta haft skoðun á Gunnari í Krossinum, en hvernig hann tók á máli morðingja móður sinnar er eitt magnaðasta dæmi í seinni tíma hér á landi um hvernig kærleikur og mennska í sinni fegurstu mynd birtist í fyrirgefningunni. Mér er það líka óskiljanlegt hvernig fjölmiðlar eru að rúnka sér á þessu máli. Það er alger óþarfi og meiðir bara aðstandendur meira. Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli."
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira