Töldu stjórnmálin vera kaup kaups thorunn@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 04:30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gerir upp sín mál. Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformaður Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknarmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af illdeildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokkinn. „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitthvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta." Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni - bæði að leita að málefninu og tækifærinu - til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald." Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfsmanni, tillitssömum og jarðbundnum miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólitíska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfisins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjármálamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvíslegir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008". Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því". Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópureglur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuðum fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokksins," segir Jón. Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformaður Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknarmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af illdeildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokkinn. „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitthvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta." Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni - bæði að leita að málefninu og tækifærinu - til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald." Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfsmanni, tillitssömum og jarðbundnum miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólitíska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfisins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjármálamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvíslegir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008". Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því". Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópureglur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuðum fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokksins," segir Jón.
Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira