Golf

Klúbbmeistarinn púttaði aðeins nítján sinnum

Hjalt Þór Hreinsson skrifar
Hjalti, hress í gær.
Hjalti, hress í gær. Mynd/Valur Jónatansson
Klúbbmeistari Kiðjabergsklúbbsins kann greinilega vel á flatirnar á heimavelli sínum. Hann notaði aðeins nítján pútt á fyrsta hring Íslandsmótsins, á flötunum átján. Hjalti Atlason heitir maðurinn en hann lék fyrsta hringinn á einum yfir pari, 72 höggum. Hjalti sagði við heimasíðu GKB að hann hafi verið að vippa mjög vel inn á flatirnar. „Ég vippaði tvisvar í holu og notaði reyndar pútterinn 26 sinnum, en sjö sinnum fyrir utan flatirnar og það telur víst ekki í þessum pútt-talningum. Þetta er alla vega persónulegt met í púttum hjá mér,“ sagði Hjalti við heimasíðuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×