Við samningslok liggja kostirnir skýrt fyrir 23. október 2010 06:00 Pallborðið Samtökin Sterkara Ísland sem vinna að aðild Íslands að ESB stóðu fyrir fundi í Iðnó. Fréttablaðið/GVA Samstaða var um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráðstefnu samtakanna Sterkara Ísland. Pallborðið skipuðu Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Guðlaugur og Katrín kváðust bæði á móti aðild, en Valgerður er henni fylgjandi. Öll töldu þau mikilvægt að færa umræðu um aðild að ESB í málefnalegra horf og vinna að því að tryggja gagnsætt samningaferli. Guðlaugur Þór taldi málið líklegt til þess að skilja eftir sig djúp sár hjá þjóðinni, sár sem gengju jafnvel þvert á flokka og fjölskyldur. Til að draga úr sárindum taldi hann skynsamlegt að setja samningaferlinu tímamörk og kvaðst vilja fá að sjá dagsetningu um hvenær kosið yrði um aðild. Þá sagðist hann óttast að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar létu aðra hagsmuni víkja fyrir áhuga sínum á að ganga í ESB. Í framsögu lýsti Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, efasemdum um inngöngu í ESB, en sagðist þó vilja klára ferlið sem hafið væri. „Mín skoðun er sú að betra sé að fyrir liggi samningur, enda liggi þá skýrt fyrir hverjir kostirnir eru," sagði hún. Þá sagðist G. Valdimar Valdimarsson, formaður alþjóðanefndar Framsóknarflokksins, ekki trúa því að framsóknarmenn, sjálfstæðismenn og vinstri grænir væru tilbúnir að treysta Samfylkingu og embættismönnum fyrir ákvörðunum er vörðuðu samningsmarkmið og áherslur í íslenskum landbúnaði í komandi framtíð. - óká Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samstaða var um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráðstefnu samtakanna Sterkara Ísland. Pallborðið skipuðu Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Guðlaugur og Katrín kváðust bæði á móti aðild, en Valgerður er henni fylgjandi. Öll töldu þau mikilvægt að færa umræðu um aðild að ESB í málefnalegra horf og vinna að því að tryggja gagnsætt samningaferli. Guðlaugur Þór taldi málið líklegt til þess að skilja eftir sig djúp sár hjá þjóðinni, sár sem gengju jafnvel þvert á flokka og fjölskyldur. Til að draga úr sárindum taldi hann skynsamlegt að setja samningaferlinu tímamörk og kvaðst vilja fá að sjá dagsetningu um hvenær kosið yrði um aðild. Þá sagðist hann óttast að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar létu aðra hagsmuni víkja fyrir áhuga sínum á að ganga í ESB. Í framsögu lýsti Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, efasemdum um inngöngu í ESB, en sagðist þó vilja klára ferlið sem hafið væri. „Mín skoðun er sú að betra sé að fyrir liggi samningur, enda liggi þá skýrt fyrir hverjir kostirnir eru," sagði hún. Þá sagðist G. Valdimar Valdimarsson, formaður alþjóðanefndar Framsóknarflokksins, ekki trúa því að framsóknarmenn, sjálfstæðismenn og vinstri grænir væru tilbúnir að treysta Samfylkingu og embættismönnum fyrir ákvörðunum er vörðuðu samningsmarkmið og áherslur í íslenskum landbúnaði í komandi framtíð. - óká
Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira