Kosningarnar upphafið að endalokum fjórflokksins 30. maí 2010 09:41 Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu. „Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem mun hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina og mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins," sagði Jóhanna. Flokkurinn tapar víða mönnum en bætir við sig í nokkrum bæjarfélögum. Jóhanna sagði ennfremur að skilaboðin væru alvarleg. Allir flokkar hlytu að taka þau til sín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagðist sáttur við sitt þrátt fyrir að flokkurinn tapaði sínum manni í Reykjavík. Þá tókst flokknum ekki að ná manni inn í Hafnarfjörð frekar en fyrri ár. Sigmundur taldi engu að síður flokkinn þrátt fyrir allt hafa unnið stórsigra um land allt. Þá hélt hann því fram að flokkurinn væri víða að fá bestu kosningar í áraraðir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nær tveimur mönnum inn á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeim gekk hinsvegar talsvert betur á landsbyggðinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningarnar nú mun betri fyrir sinn flokk en í síðustu kosningum, en þá miðaði hann við alþingiskosningarnar. Hann sagðist ekki líta á úrslitin í Reykjavík sem einhverskonar tap eða stóráfall en Sjálfstæðisflokkurinn missti 2 borgarfulltrúa. Hann sagði stóra áfallið hafa verið í alþingiskosningunum árið 2009. Hann benti á að það væru í raun stjórnarflokkarnir sem töpuðu mestu. Ástæðan fyrir því væri einföld, ríkisstjórnin hefur ekkert gert undanfarna mánuði að hans mati. „Vinstri sveiflan er horfin," sagði Bjarni og vísaði þá til vinstri sveiflunnar fyrir síðustu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, játaði að staðan í borginni væri ekki góð. Hann var þó sáttur við sinn flokk á landsvísu. Benti hann á að Vinstri grænir héldu sínum mönnum víða en flokkurinn bætti ekki við sig mörgum mönnum. Meðal annars féll annar borgarfulltrúi VG út úr borgarstjórn. Það var Þorleifur Gunnlaugsson. Kosningar 2010 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu. „Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem mun hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina og mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins," sagði Jóhanna. Flokkurinn tapar víða mönnum en bætir við sig í nokkrum bæjarfélögum. Jóhanna sagði ennfremur að skilaboðin væru alvarleg. Allir flokkar hlytu að taka þau til sín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagðist sáttur við sitt þrátt fyrir að flokkurinn tapaði sínum manni í Reykjavík. Þá tókst flokknum ekki að ná manni inn í Hafnarfjörð frekar en fyrri ár. Sigmundur taldi engu að síður flokkinn þrátt fyrir allt hafa unnið stórsigra um land allt. Þá hélt hann því fram að flokkurinn væri víða að fá bestu kosningar í áraraðir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nær tveimur mönnum inn á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeim gekk hinsvegar talsvert betur á landsbyggðinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningarnar nú mun betri fyrir sinn flokk en í síðustu kosningum, en þá miðaði hann við alþingiskosningarnar. Hann sagðist ekki líta á úrslitin í Reykjavík sem einhverskonar tap eða stóráfall en Sjálfstæðisflokkurinn missti 2 borgarfulltrúa. Hann sagði stóra áfallið hafa verið í alþingiskosningunum árið 2009. Hann benti á að það væru í raun stjórnarflokkarnir sem töpuðu mestu. Ástæðan fyrir því væri einföld, ríkisstjórnin hefur ekkert gert undanfarna mánuði að hans mati. „Vinstri sveiflan er horfin," sagði Bjarni og vísaði þá til vinstri sveiflunnar fyrir síðustu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, játaði að staðan í borginni væri ekki góð. Hann var þó sáttur við sinn flokk á landsvísu. Benti hann á að Vinstri grænir héldu sínum mönnum víða en flokkurinn bætti ekki við sig mörgum mönnum. Meðal annars féll annar borgarfulltrúi VG út úr borgarstjórn. Það var Þorleifur Gunnlaugsson.
Kosningar 2010 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira