Kosningarnar upphafið að endalokum fjórflokksins 30. maí 2010 09:41 Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu. „Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem mun hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina og mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins," sagði Jóhanna. Flokkurinn tapar víða mönnum en bætir við sig í nokkrum bæjarfélögum. Jóhanna sagði ennfremur að skilaboðin væru alvarleg. Allir flokkar hlytu að taka þau til sín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagðist sáttur við sitt þrátt fyrir að flokkurinn tapaði sínum manni í Reykjavík. Þá tókst flokknum ekki að ná manni inn í Hafnarfjörð frekar en fyrri ár. Sigmundur taldi engu að síður flokkinn þrátt fyrir allt hafa unnið stórsigra um land allt. Þá hélt hann því fram að flokkurinn væri víða að fá bestu kosningar í áraraðir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nær tveimur mönnum inn á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeim gekk hinsvegar talsvert betur á landsbyggðinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningarnar nú mun betri fyrir sinn flokk en í síðustu kosningum, en þá miðaði hann við alþingiskosningarnar. Hann sagðist ekki líta á úrslitin í Reykjavík sem einhverskonar tap eða stóráfall en Sjálfstæðisflokkurinn missti 2 borgarfulltrúa. Hann sagði stóra áfallið hafa verið í alþingiskosningunum árið 2009. Hann benti á að það væru í raun stjórnarflokkarnir sem töpuðu mestu. Ástæðan fyrir því væri einföld, ríkisstjórnin hefur ekkert gert undanfarna mánuði að hans mati. „Vinstri sveiflan er horfin," sagði Bjarni og vísaði þá til vinstri sveiflunnar fyrir síðustu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, játaði að staðan í borginni væri ekki góð. Hann var þó sáttur við sinn flokk á landsvísu. Benti hann á að Vinstri grænir héldu sínum mönnum víða en flokkurinn bætti ekki við sig mörgum mönnum. Meðal annars féll annar borgarfulltrúi VG út úr borgarstjórn. Það var Þorleifur Gunnlaugsson. Kosningar 2010 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu. „Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem mun hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina og mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins," sagði Jóhanna. Flokkurinn tapar víða mönnum en bætir við sig í nokkrum bæjarfélögum. Jóhanna sagði ennfremur að skilaboðin væru alvarleg. Allir flokkar hlytu að taka þau til sín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagðist sáttur við sitt þrátt fyrir að flokkurinn tapaði sínum manni í Reykjavík. Þá tókst flokknum ekki að ná manni inn í Hafnarfjörð frekar en fyrri ár. Sigmundur taldi engu að síður flokkinn þrátt fyrir allt hafa unnið stórsigra um land allt. Þá hélt hann því fram að flokkurinn væri víða að fá bestu kosningar í áraraðir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nær tveimur mönnum inn á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeim gekk hinsvegar talsvert betur á landsbyggðinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningarnar nú mun betri fyrir sinn flokk en í síðustu kosningum, en þá miðaði hann við alþingiskosningarnar. Hann sagðist ekki líta á úrslitin í Reykjavík sem einhverskonar tap eða stóráfall en Sjálfstæðisflokkurinn missti 2 borgarfulltrúa. Hann sagði stóra áfallið hafa verið í alþingiskosningunum árið 2009. Hann benti á að það væru í raun stjórnarflokkarnir sem töpuðu mestu. Ástæðan fyrir því væri einföld, ríkisstjórnin hefur ekkert gert undanfarna mánuði að hans mati. „Vinstri sveiflan er horfin," sagði Bjarni og vísaði þá til vinstri sveiflunnar fyrir síðustu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, játaði að staðan í borginni væri ekki góð. Hann var þó sáttur við sinn flokk á landsvísu. Benti hann á að Vinstri grænir héldu sínum mönnum víða en flokkurinn bætti ekki við sig mörgum mönnum. Meðal annars féll annar borgarfulltrúi VG út úr borgarstjórn. Það var Þorleifur Gunnlaugsson.
Kosningar 2010 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira