Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött SB skrifar 2. júlí 2010 21:04 Hér sést villikötturinn í búrinu. Jakob handsamaði hann fyrr í dag. Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi. Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað." „Eldri sonur minn lokaði hann inn á baðherbergi. Ég hringdi því í Kattholt og þau sögðust ekkert geta gert og bendu á heilbrigðisfulltrúa Garðabæjar og Kópavogs. Heilbrigðisfulltrúinn benti mér á meindýraeyði. Meindýraeyðirinn benti mér á áhaldahús Kópavogsbæjar. Og áhaldahúsið benti mér til baka á heilbrigðisfulltrúann." Vísir fjallaði fyrr í vikunni um ófríska konu sem varð fyrir árás kattar á Kársnesinu. Ari Steinarsson, eiginmaður konunnar, sagðist ráðalaus enda engar reglur um kattahald í bænum. Kötturinn klóraði og beit eiginkonu Ara sem þurfti að fara á spítala og fá stífkrampasprautu. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur," sagði Ari í samtali við Vísi. Jakob handsamaði villiköttinn sjálfur nú í dag. Hann hafði á endanum samband við meindýraeyði sem útvegaði honum kattagildru. Þegar kötturinn hafði gengið í gildruna fór hann með köttinn á dýraspítala þar sem honum var lógað. Jakob segist ósáttur við að þetta skuli ekki vera í betra ferli, að almenningur þurfi sjálfur að standa í því að fjarlægja þessi villdýr - ábyrgðin ætti að vera hjá bænum. „Það eru reglur um kattahald í nágrannasveitarfélögunum, Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi til dæmis. En í Kópavogi eru engar reglur. Kettir eru ekki skráðir eða hreinsaðir, ekki örmerktir og það eru engar kvaðir sem fylgja því að eiga kött." Jakob segist sjálfu kattaeigandi og myndi ekki setja það fyrir sig að borga einhverskonar árgjald fyrir það að eiga kött. „Kettir eiga að vera örmerktir og með bjöllu. Ef ekki, þá á að koma þeim fyrir kattanef." Innlent Tengdar fréttir Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi. Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað." „Eldri sonur minn lokaði hann inn á baðherbergi. Ég hringdi því í Kattholt og þau sögðust ekkert geta gert og bendu á heilbrigðisfulltrúa Garðabæjar og Kópavogs. Heilbrigðisfulltrúinn benti mér á meindýraeyði. Meindýraeyðirinn benti mér á áhaldahús Kópavogsbæjar. Og áhaldahúsið benti mér til baka á heilbrigðisfulltrúann." Vísir fjallaði fyrr í vikunni um ófríska konu sem varð fyrir árás kattar á Kársnesinu. Ari Steinarsson, eiginmaður konunnar, sagðist ráðalaus enda engar reglur um kattahald í bænum. Kötturinn klóraði og beit eiginkonu Ara sem þurfti að fara á spítala og fá stífkrampasprautu. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur," sagði Ari í samtali við Vísi. Jakob handsamaði villiköttinn sjálfur nú í dag. Hann hafði á endanum samband við meindýraeyði sem útvegaði honum kattagildru. Þegar kötturinn hafði gengið í gildruna fór hann með köttinn á dýraspítala þar sem honum var lógað. Jakob segist ósáttur við að þetta skuli ekki vera í betra ferli, að almenningur þurfi sjálfur að standa í því að fjarlægja þessi villdýr - ábyrgðin ætti að vera hjá bænum. „Það eru reglur um kattahald í nágrannasveitarfélögunum, Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi til dæmis. En í Kópavogi eru engar reglur. Kettir eru ekki skráðir eða hreinsaðir, ekki örmerktir og það eru engar kvaðir sem fylgja því að eiga kött." Jakob segist sjálfu kattaeigandi og myndi ekki setja það fyrir sig að borga einhverskonar árgjald fyrir það að eiga kött. „Kettir eiga að vera örmerktir og með bjöllu. Ef ekki, þá á að koma þeim fyrir kattanef."
Innlent Tengdar fréttir Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16