Fágað og fallegt 17. október 2010 19:28 Systurnar í Einveru, Rebekka og Katrín Alda, fagna því að nýja fatalínan þeirra er komin í hús. Línan nefnist Hvörf eftir Kalda. Fréttablaðið/Stefán Fatamerkið Kalda hefur sent frá sér nýja fatalínu sem ber nafnið Hvörf. Katrín Alda Rafnsdóttir hönnuðurinn lýsir línunni sem fágaðri og kvenlegri. „Þegar ég var að hanna þessa línu datt ég í svona leðurólaþema. Það gerðist alveg óvart og má eiginlega segja að ég hafi misst mig aðeins. Þurfti að eiginlega að stoppa mig af," segir Katrín Alda. Rebekku, systur hennar, sem stendur líka að baki fatalíunnar, leist ekki á blikuna á tímabili og þurfti að minna Katrínu á að hún væri ekki að hanna búninga fyrir bláar myndir. „Þessi leðurólapæling var aldrei neitt djúp, en þó hugmynd sem leiddi út í heila fatalínu."Ásamt því að hanna saman, reka systurnar búðina Einveru þar sem Kalda-fatalínan fæst í bland við aðrar útvaldar vörur. Nýja línan kom í búðir í gær og var Katrín Alda spennt yfir viðtökunum.„Þessi lína er frábrugðin hinni að því leyti að ég er að nota fínni efni á borð við silki, viskós og þunna ull til að vega upp á móti þessum grófu leðurólum," segir Katrín Alda en hún er nýkomin frá London þar sem hún tók þátt í eins konar kynningarviðburði fyrir unga hönnuði.„Það gekk mjög vel úti og við erum að fara með merkið til Stokkhólms í lok mánaðarins og stefnum á að reyna að selja eitthvað af nýju línunni út."Línan Hvörf eftir Kalda er komin í verslunina Einveru og eru flíkurnar á verðbilinu 15.900 til 39.900 krónur. - áp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fatamerkið Kalda hefur sent frá sér nýja fatalínu sem ber nafnið Hvörf. Katrín Alda Rafnsdóttir hönnuðurinn lýsir línunni sem fágaðri og kvenlegri. „Þegar ég var að hanna þessa línu datt ég í svona leðurólaþema. Það gerðist alveg óvart og má eiginlega segja að ég hafi misst mig aðeins. Þurfti að eiginlega að stoppa mig af," segir Katrín Alda. Rebekku, systur hennar, sem stendur líka að baki fatalíunnar, leist ekki á blikuna á tímabili og þurfti að minna Katrínu á að hún væri ekki að hanna búninga fyrir bláar myndir. „Þessi leðurólapæling var aldrei neitt djúp, en þó hugmynd sem leiddi út í heila fatalínu."Ásamt því að hanna saman, reka systurnar búðina Einveru þar sem Kalda-fatalínan fæst í bland við aðrar útvaldar vörur. Nýja línan kom í búðir í gær og var Katrín Alda spennt yfir viðtökunum.„Þessi lína er frábrugðin hinni að því leyti að ég er að nota fínni efni á borð við silki, viskós og þunna ull til að vega upp á móti þessum grófu leðurólum," segir Katrín Alda en hún er nýkomin frá London þar sem hún tók þátt í eins konar kynningarviðburði fyrir unga hönnuði.„Það gekk mjög vel úti og við erum að fara með merkið til Stokkhólms í lok mánaðarins og stefnum á að reyna að selja eitthvað af nýju línunni út."Línan Hvörf eftir Kalda er komin í verslunina Einveru og eru flíkurnar á verðbilinu 15.900 til 39.900 krónur. - áp
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira