„Barcelona er ljósárum á undan Real Madrid“ Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. nóvember 2010 11:40 Sergio Ramos leikmaður Real Madrid ýtir hér við Carles Puyol í gær en Ramos fékk rautt spjald í kjölfarið. Nordic Photos/Getty Images Fjölmiðlar í Evrópu og víðar hrósa Barcelona liðinu mikið í dag í umfjöllun sinni um stórleik gærkvöldsins í spænsku knattspyrnunni þar sem Börsungar gjörsigruðu Real Madrid, 5-0, í hinum eina sanna El Clásico. Flestir fótboltasérfræðingar áttu von á jöfnum leik en fáir áttu von á 5-0 stórsigri heimamanna á Nou Camp. „Barcelona er ljósárum á undan Real Madrid," var ein fyrirsögnin í íþróttadagblaðinu Sport sem gefið er út í Katalóníu. „Það þarf ekkert að ræða þetta frekar. Barcelona er ljósárum á undan Real Madrid. Það elska allir hraða sóknarleikinn sem Barcelona býður uppá. Leikstíll Mourinho er leiðinlegur, hann kann að verjast og sækja hratt, en þegar þau vopn eru slegin úr höndum hans þá hefur hann engin svör," bætir greinarhöfundur við. Enska dagblaðið The Guardian telur að leikurinn í gær hafi verið einn stærsti „El Clásico" leikurinn seinni tíma. „Leikmenn Barcelona framkvæmdu ótrúlega hluti og þegar þeir lentu í vandræðum á hættulegum stöðum þá spiluðu þeir sig í gegnum vörn Real Madrid. Ekkert annað lið getur gert slíkt." Ítalska íþróttadagblaðið Gazzetta dello Sport segir í fyrirsögn að Barcelonaliðið hafi verið guðdómlegt og niðurlægt Mourinho með snilldartilþrifum. Spænska íþróttadagblaðið Marca sem gefið er út í Madrid hrósaði Barcelona liðinu en beindi samt sem áður spjótum sínum að Eduardo Iturralde Gonzalez, dómara leiksins. Blaðamenn Marca töldu að David Villa hafi verið rangstæður þegar hann skoraði þriðja mark Barcelona og einnig að Ronaldo hefði átt að fá vítspuyrnu þegar Valdes markvörður virtist brjóta á sóknarmanninum. „Eftir 18 mínútur var staðan 2-0 fyrir Barcelona þar sem Xavi, Villa og Messi, sýndu tilþrif sem virtust vera frá öðru stjörnukerf," segir m.a. í Marca. Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira
Fjölmiðlar í Evrópu og víðar hrósa Barcelona liðinu mikið í dag í umfjöllun sinni um stórleik gærkvöldsins í spænsku knattspyrnunni þar sem Börsungar gjörsigruðu Real Madrid, 5-0, í hinum eina sanna El Clásico. Flestir fótboltasérfræðingar áttu von á jöfnum leik en fáir áttu von á 5-0 stórsigri heimamanna á Nou Camp. „Barcelona er ljósárum á undan Real Madrid," var ein fyrirsögnin í íþróttadagblaðinu Sport sem gefið er út í Katalóníu. „Það þarf ekkert að ræða þetta frekar. Barcelona er ljósárum á undan Real Madrid. Það elska allir hraða sóknarleikinn sem Barcelona býður uppá. Leikstíll Mourinho er leiðinlegur, hann kann að verjast og sækja hratt, en þegar þau vopn eru slegin úr höndum hans þá hefur hann engin svör," bætir greinarhöfundur við. Enska dagblaðið The Guardian telur að leikurinn í gær hafi verið einn stærsti „El Clásico" leikurinn seinni tíma. „Leikmenn Barcelona framkvæmdu ótrúlega hluti og þegar þeir lentu í vandræðum á hættulegum stöðum þá spiluðu þeir sig í gegnum vörn Real Madrid. Ekkert annað lið getur gert slíkt." Ítalska íþróttadagblaðið Gazzetta dello Sport segir í fyrirsögn að Barcelonaliðið hafi verið guðdómlegt og niðurlægt Mourinho með snilldartilþrifum. Spænska íþróttadagblaðið Marca sem gefið er út í Madrid hrósaði Barcelona liðinu en beindi samt sem áður spjótum sínum að Eduardo Iturralde Gonzalez, dómara leiksins. Blaðamenn Marca töldu að David Villa hafi verið rangstæður þegar hann skoraði þriðja mark Barcelona og einnig að Ronaldo hefði átt að fá vítspuyrnu þegar Valdes markvörður virtist brjóta á sóknarmanninum. „Eftir 18 mínútur var staðan 2-0 fyrir Barcelona þar sem Xavi, Villa og Messi, sýndu tilþrif sem virtust vera frá öðru stjörnukerf," segir m.a. í Marca.
Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira