Handbolti

Hrafnhildur Skúla: Allt í einu voru þær búnar að jafna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hrafnhildur í leik með Val.
Hrafnhildur í leik með Val.

„Það er mikið svekkelsi að hafa ekki klárað þetta með sigri. Við vorum með þennan leik allan tímann," sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir að íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við U20 lið Noregs í dag 29-29.

Þetta var síðari viðureign þessara liða en þegar þau mættust í gær enduðu leikar með sigri norska liðsins. Mörkin sjö sem Hrafnhildur skoraði í dag dugðu ekki til sigurs.

„Ég veit eiginlega ekki hvað fór úrskeiðis hjá okkur. Allt í einu voru þær búnar að jafna. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður hjá okkur og við vorum að fá þessi auðveldu mörk sem hefur vantað."

Hrafnhildur var á heildina litið ósátt við frammistöðu liðsins í þessum tveimur leikjum.

„Við áttum klárlega að vinna þennan leik. Mér fannst við einfaldlega betri. Ég veit hreinlega ekki hvað klikkar. Við vorum betri en í gær en samt var þetta ekki nógu gott."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×