Golf

Tiger fimm höggum frá efsta manni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Tiger Woods þarf að spila enn betur en hann gerði í gær á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Þá fer lokadagurinn fram og er Tiger fimm höggum á eftir efsta manni. Sá heitir Dustin Johnson og er á sex undir pari en Graeme McDowell er á þremur undir. Tiger er einn undir parinu. Woods spilaði í gær á 66 höggum og kom sér aftur inn á topplistann með góðri spilamennsku. Hann byrjaði mótið illa og þarf að hafa sig allan við ef hann ætlar að eiga möguleika á fimmtánda risatitlinum. Phil Mickelson er á einum yfir pari en ef hann nær öðru sætinu í mótinu, eða vinnur það, kemst hann í efsta sæti heimslistans á kostnað Tiger, svo lengi sem hann vinni ekki mótið. Opna bandaríska meistaramótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×