Ágreiningur um hernaðaryfirbragð 7. desember 2010 06:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, á tali við íslenska friðargæsluliða á flugvellinum í Kabúl í mars 2008. Fréttablaðið/Guðsteinn Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Íslendingar vildu draga úr hernaðaryfirbragði starfseminnar, en Bandaríkjamönnum þótti það glapræði. „Sendiráðið telur að „mýkri" stefna íslensku stjórnarinnar í máli friðargæslunnar séu skynsamleg viðbrögð við áhyggjum almennings, en því fylgir sú áhætta að boðið sé upp á óraunhæf loforð um að friðargæslu sé hægt að gera örugga frekar en bara öruggari," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, í skýrslu frá í nóvember 2006. Hún segir að umfjöllun íslenskra fjölmiðla hafi átt þátt í að draga upp þá mynd af íslenskum friðargæsluliðum, að þar væru á ferðinni „ofvaxnir unglingar í hermannaleik, og spyrja sumir hvort íslenskur her hafi verið stofnaður án vitundar almennings". Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn lýsir sendiherrann afstöðu Íslendinga eins og hún kemur henni fyrir sjónir: „Engar byssur, takk - við erum Íslendingar." Haft er eftir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins að þeir telji almenning á Íslandi ekki undir það búna að íslenskur friðargæsluliði láti lífið, „sem myndi vekja spurningar um tilgang þessa starfs og hvort við ættum að vera að standa í þessu", eins og einn orðar það. Minnst er á harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004, þegar nokkrir íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir árás sem kostaði tvö mannslíf. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar van Voorst. Árið 2007 ræðir hún þessi mál aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá var orðin utanríkisráðherra, og Geir Haarde forsætisráðherra. Hún segir þau hafa haft nokkurn áherslumun í utanríkismálum, en Ingibjörg hafi hlustað á rök fyrir því að Íslendingar taki áfram þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan, „þótt augljós varfærni hennar gagnvart öllum tengslum Íslendinga við hernaðarstörf þýði að við þurfum enn að vinna að því að sannfæra hana um að framlengja þátttökuna áður en vetur skellur á". Eftir að kreppan skall á haustið 2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því að friðargæsluliðar myndu einungis í undantekningartilvikum bera vopn. Sendiherrann telur þetta misráðið og segir þessa breyttu stefnu sýna að menn átti sig ekki á því að „þetta dregur verulega úr gildi stuðnings Íslands við fjölþjóðalið NATO í Afganistan". gudsteinn@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Íslendingar vildu draga úr hernaðaryfirbragði starfseminnar, en Bandaríkjamönnum þótti það glapræði. „Sendiráðið telur að „mýkri" stefna íslensku stjórnarinnar í máli friðargæslunnar séu skynsamleg viðbrögð við áhyggjum almennings, en því fylgir sú áhætta að boðið sé upp á óraunhæf loforð um að friðargæslu sé hægt að gera örugga frekar en bara öruggari," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, í skýrslu frá í nóvember 2006. Hún segir að umfjöllun íslenskra fjölmiðla hafi átt þátt í að draga upp þá mynd af íslenskum friðargæsluliðum, að þar væru á ferðinni „ofvaxnir unglingar í hermannaleik, og spyrja sumir hvort íslenskur her hafi verið stofnaður án vitundar almennings". Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn lýsir sendiherrann afstöðu Íslendinga eins og hún kemur henni fyrir sjónir: „Engar byssur, takk - við erum Íslendingar." Haft er eftir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins að þeir telji almenning á Íslandi ekki undir það búna að íslenskur friðargæsluliði láti lífið, „sem myndi vekja spurningar um tilgang þessa starfs og hvort við ættum að vera að standa í þessu", eins og einn orðar það. Minnst er á harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004, þegar nokkrir íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir árás sem kostaði tvö mannslíf. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar van Voorst. Árið 2007 ræðir hún þessi mál aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá var orðin utanríkisráðherra, og Geir Haarde forsætisráðherra. Hún segir þau hafa haft nokkurn áherslumun í utanríkismálum, en Ingibjörg hafi hlustað á rök fyrir því að Íslendingar taki áfram þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan, „þótt augljós varfærni hennar gagnvart öllum tengslum Íslendinga við hernaðarstörf þýði að við þurfum enn að vinna að því að sannfæra hana um að framlengja þátttökuna áður en vetur skellur á". Eftir að kreppan skall á haustið 2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því að friðargæsluliðar myndu einungis í undantekningartilvikum bera vopn. Sendiherrann telur þetta misráðið og segir þessa breyttu stefnu sýna að menn átti sig ekki á því að „þetta dregur verulega úr gildi stuðnings Íslands við fjölþjóðalið NATO í Afganistan". gudsteinn@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent