Golf

Birgir Leifur ætlar aftur á Evrópumótaröðina

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Birgir Leifur.
Birgir Leifur. GettyImages

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson stefnir á að komast aftur inn á Evrópumótaröðina í golfi. Hann missti réttinn í fyrra en þá var hann meiddur.

Birgir sagði við Kylfing.is að hann ætlaði sér aftur á úrtökumót í haust en hann er ekki enn byrjaður að stunda keppnisgolf síðan hann meiddist. Hann hefur til að mynda ekki tekið þátt í stigamótunum hér heima en hann mun væntanlega spila á Meistaramóti GKG í byrjun júlí.

„Ég finn að ég er mun betri í bakinu og get framkvæmt hluti núna sem ég átti í erfiðleikum með vegna meiðslanna. Ég ætla mér að fara í toppformi í úrtökumótið í haust og ná keppnisréttinum aftur," sagði Birgir Leifur sem segir endurhæfingu sína ganga vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×