Innlent

Fundur hjá sáttasemjara

Ríkissáttasemjari hélt fund í deilu kennara og sveitarfélaganna í gær.

Deiluaðilar ná ekki saman um hvaða hækkanir kennurum ber samkvæmt stöðugleikasáttmálanum frá júní í fyrra. Þar var gert ráð fyrir að engar hækkanir yrðu greiddar á launataxta yfir 210.000 krónum. Síðan hefur ríkið samið við sína starfsmenn um hækkanir til þeirra sem eru undir 310.000 krónum.

„Menn ræddu saman," sagði Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um sáttafundinn í gær. Hann segist ekki eiga von á nýjum fundi fyrir en eftir sveitarstjórnarkosningar. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×