Roger Federer fór auðveldlega í gegnum fyrsta leik sinn á opna franska meistaramótinu í tennis en hann á titil að verja í mótinu. Federer lagði Ástralann Peter Luczak í þremur settum, 6-4, 6-1 og 6-2.
Federer er efsti maður heimslistans en Luczak er í sæti númer 71.
Svisslendingurinn kláraði alslemmuna sína þegar hann vann opna franska meistaramótið 2009 og er hann handhafi allra fjóru stóru titlanna í tennisheiminum.
Hann mætir Alejandro Falla frá Kólumbíu í 32-manna úrslitunum. Federer hefur komist í undanúrslit á öllum stórmótum síðan á opna franska árið 2004.
Federer hóf titilvörnina á auðveldum sigri
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn






Falko: Zarko og Matej voru frábærir
Körfubolti