Laus við kynþáttafordóma og reyndi að stilla til friðar 17. september 2010 10:31 Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns. Jón Hilmar Hallgrímsson, sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meints kynþáttahaturs og hótana gagnvart kúberskum feðgum var ekki viðstaddur þegar eignaspjöll voru framin á heimili feðganna og hann er blessunarlega laus við kynþáttafordóma. Þetta segir lögmaður Jóns, Sveinn Andri Sveinsson, í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum. „Í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun undanafarinna daga sér undirritaður f.h. Jóns Hilmars Hallgrímssonar sig tilneyddan til þess að koma að athugasemdum vegna sérlega óvandaðs fréttaflutnings í fjölmiðlum í tilefni af meintum kynþáttaofsóknum gegn Íslendingum af kúbverskum uppruna," segir Sveinn Andri. Hann segir tildrög málsins vera erjur milli hópa ungmenna í Menntaskólanum í Kópavogi. „Ungur frændi Jóns Hilmars var í öðrum hópnum og hafði samband við Jón þar sem honum stóð stuggur af þeim hópi ungmenna sem tekið hafði sér stöðu með hinum kúbverska dreng." Jón Hilmar Hallgrímsson.MYND/Fréttablaðið Sveinn segir að Jón hafi hringt í kúbverska piltinn til þess að freista þess að róa málin en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Í fjölmiðlum hefur tveimur staðhæfingum verið slegið fram sem staðreyndum; annars vegar að umbj. minn hafi ráðist inn á heimili hinnar kúbversku fjölskyldu og framið þar eignaspjöll og hins vegar að hann hafi haft í hótunum við piltinn kúbverska," segir Sveinn Andri ennfremur. „Í tvö skipti voru framin eignaspjöll; í fyrra skiptið var á ferðinni hópur unglinga með golfkylfur og fleiri áhöld og brutu rúður í húsinu. Í síðara skiptið var útihurð brotin upp með slökkviliðstæki." Sveinn segir það liggja fyrir að Jón Hilmar hafi í hvorugt skiptið verið nálægt umræddu húsi og ljóst að umræddir aðilar hafi ekki verið á vegum Jóns eða að gera eitthvað að hans beiðni. „Jón Hilmar hefur aldrei haft í hótunum við hina kúbversku fjölskyldu, hvorki fyrr né síðar. Þvert á móti reyndi hann að stilla til friðar en uppskar aðeins hótanir og svívirðingar," segir Sveinn einnig og bætir því við að Jón sé „blessunarlega laus við fordóma í garð fólks af öðrum kynþætti eða þjóðerni og það síðasta sem hann myndi gera væri að kynda undir kynþáttaofsóknum." Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. 13. september 2010 12:07 Feðgar flúðu land eftir ofsóknir Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu fyrir að hóta feðgum lífláti. Feðgarnir sem eru af kúberskum uppruna eru íslenskir ríkisborgarar og hafa búið Íslandi í meira en áratug. Þeir flúðu land í dag og fylgdi lögreglumaður þeim út á flugvöll. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12. september 2010 19:09 Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Í haldi grunaður um að ofsækja kúbverska fjölskyldu Einn maður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ofsótt fjölskyldu af kúbverskum uppruna í Reykjavík, með þeim afleiðingum að fjölskyldufaðirinn og eldri sonur hans, 17 ára, flúðu land í gær, í lögreglufylgd. 13. september 2010 08:00 Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. 13. september 2010 19:13 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Sjá meira
Jón Hilmar Hallgrímsson, sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meints kynþáttahaturs og hótana gagnvart kúberskum feðgum var ekki viðstaddur þegar eignaspjöll voru framin á heimili feðganna og hann er blessunarlega laus við kynþáttafordóma. Þetta segir lögmaður Jóns, Sveinn Andri Sveinsson, í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum. „Í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun undanafarinna daga sér undirritaður f.h. Jóns Hilmars Hallgrímssonar sig tilneyddan til þess að koma að athugasemdum vegna sérlega óvandaðs fréttaflutnings í fjölmiðlum í tilefni af meintum kynþáttaofsóknum gegn Íslendingum af kúbverskum uppruna," segir Sveinn Andri. Hann segir tildrög málsins vera erjur milli hópa ungmenna í Menntaskólanum í Kópavogi. „Ungur frændi Jóns Hilmars var í öðrum hópnum og hafði samband við Jón þar sem honum stóð stuggur af þeim hópi ungmenna sem tekið hafði sér stöðu með hinum kúbverska dreng." Jón Hilmar Hallgrímsson.MYND/Fréttablaðið Sveinn segir að Jón hafi hringt í kúbverska piltinn til þess að freista þess að róa málin en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Í fjölmiðlum hefur tveimur staðhæfingum verið slegið fram sem staðreyndum; annars vegar að umbj. minn hafi ráðist inn á heimili hinnar kúbversku fjölskyldu og framið þar eignaspjöll og hins vegar að hann hafi haft í hótunum við piltinn kúbverska," segir Sveinn Andri ennfremur. „Í tvö skipti voru framin eignaspjöll; í fyrra skiptið var á ferðinni hópur unglinga með golfkylfur og fleiri áhöld og brutu rúður í húsinu. Í síðara skiptið var útihurð brotin upp með slökkviliðstæki." Sveinn segir það liggja fyrir að Jón Hilmar hafi í hvorugt skiptið verið nálægt umræddu húsi og ljóst að umræddir aðilar hafi ekki verið á vegum Jóns eða að gera eitthvað að hans beiðni. „Jón Hilmar hefur aldrei haft í hótunum við hina kúbversku fjölskyldu, hvorki fyrr né síðar. Þvert á móti reyndi hann að stilla til friðar en uppskar aðeins hótanir og svívirðingar," segir Sveinn einnig og bætir því við að Jón sé „blessunarlega laus við fordóma í garð fólks af öðrum kynþætti eða þjóðerni og það síðasta sem hann myndi gera væri að kynda undir kynþáttaofsóknum."
Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. 13. september 2010 12:07 Feðgar flúðu land eftir ofsóknir Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu fyrir að hóta feðgum lífláti. Feðgarnir sem eru af kúberskum uppruna eru íslenskir ríkisborgarar og hafa búið Íslandi í meira en áratug. Þeir flúðu land í dag og fylgdi lögreglumaður þeim út á flugvöll. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12. september 2010 19:09 Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Í haldi grunaður um að ofsækja kúbverska fjölskyldu Einn maður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ofsótt fjölskyldu af kúbverskum uppruna í Reykjavík, með þeim afleiðingum að fjölskyldufaðirinn og eldri sonur hans, 17 ára, flúðu land í gær, í lögreglufylgd. 13. september 2010 08:00 Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. 13. september 2010 19:13 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Sjá meira
Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. 13. september 2010 12:07
Feðgar flúðu land eftir ofsóknir Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu fyrir að hóta feðgum lífláti. Feðgarnir sem eru af kúberskum uppruna eru íslenskir ríkisborgarar og hafa búið Íslandi í meira en áratug. Þeir flúðu land í dag og fylgdi lögreglumaður þeim út á flugvöll. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12. september 2010 19:09
Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17
Í haldi grunaður um að ofsækja kúbverska fjölskyldu Einn maður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ofsótt fjölskyldu af kúbverskum uppruna í Reykjavík, með þeim afleiðingum að fjölskyldufaðirinn og eldri sonur hans, 17 ára, flúðu land í gær, í lögreglufylgd. 13. september 2010 08:00
Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. 13. september 2010 19:13