Gjafmildi Gerður Kristný skrifar 22. nóvember 2010 15:14 Gjafmildi hlýtur að vera eitt fallegasta orð í íslenskri tungu og við Íslendingar getum svo sannarlega verið gjafmildir. Við seilumst ofan í vasa okkar þegar seldir eru björgunarsveitarkallar eða SÁÁ-álfar. Ekki erum við síður gjafmild þegar kemur að fólki á erlendum flóða- eða jarðaskjálftasvæðum. Söfnunarátök eiga undurvel við okkur. Við vöðum í þau eins og hverja aðra frystihústörn. Upphæðirnar hafa oft komið á óvart, sér í lagi sé litið til þess að við álítum sem svo að við höfum það sjálf verst allra þjóða. En að gefa veitir styrk. Okkur finnst við skipta máli og vera einhvers megnug. Ég er nýkomin heim frá Úganda, litlu ríki í Austur-Afríku. Í norðurhluta landsins geisaði stríð í tvo áratugi sem lauk ekki fyrr en í hittifyrra. Ferðina fór ég með Barnaheillum, hjálparsamtökum sem hafa styrkt skólastarf á þessu svæði. Menntun er lykillinn að betri framtíð og þarna þarf að kenna margt annað en algebru og gríska goðafræði. Hreinlæti og ræktun jarðarinnar vegur þyngra. Fólk þurfti að dvelja í flóttamannabúðum meðan á stríðinu stóð og varð að reiða sig á matargjafir. Afleiðingin varð sú að heil kynslóð óx upp sem kann ekki að búa. Þekkingin hefur glatast. Þegar fólkið sneri til baka í þorpin sín varð líka til annað vandamál. Meðalævi íbúa Úganda er aðeins 50 ár og sums staðar man enginn hver átti hvaða land eða hver bjó hvar. Hvergi er hægt að fletta því upp. Það er því ekki sjálfgefið að fólk geti tekið þráðinn upp að nýju og hafið búskap á landi forfeðranna. Til að framfleyta sér bregða menn á það ráð að fara til höfuðborgarinnar Kampala þar sem ekkert bíður nema gatan. Svona eru áhrif langvarandi stríðs, ófyrirsjáanleg og ömurleg. Þá eru vitaskuld ótalin öll þau mannslíf sem fóru í súginn og börnin sem var rænt af uppreisnarmönnum. Sum fórust, önnur eru enn í haldi. Ég hitti fyrrverandi barnahermann sem hafði verið rænt 14 ára gömlum en er nú orðinn 17 ára. Hann dvelur á hjálparstofnun sem reynir nú að hafa uppi á fjölskyldu hans og veita honum menntun svo hann geti einn daginn framfleytt sér sjálfur. Þessi þungbúni drengur gat ekki skrifað nafnið sitt fyrir mig. Á blaðinu stendur óregluleg þyrping samhljóða sem mynda engan veginn nafnið hans. Ástandið í Norður-Úganda verður ekki leyst með söfnunarátaki eins og við Íslendingar erum svo gefnir fyrir. Þetta er langtímaverkefni. Ég hvet ykkur til að snúa ykkur til Barnaheilla og skrá ykkur fyrir dálítilli upphæð. Þúsund krónur á mánuði gera kraftaverk þarna suður frá. Þetta snýst ekki um auðlegð - aðeins gjafmildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Skoðun
Gjafmildi hlýtur að vera eitt fallegasta orð í íslenskri tungu og við Íslendingar getum svo sannarlega verið gjafmildir. Við seilumst ofan í vasa okkar þegar seldir eru björgunarsveitarkallar eða SÁÁ-álfar. Ekki erum við síður gjafmild þegar kemur að fólki á erlendum flóða- eða jarðaskjálftasvæðum. Söfnunarátök eiga undurvel við okkur. Við vöðum í þau eins og hverja aðra frystihústörn. Upphæðirnar hafa oft komið á óvart, sér í lagi sé litið til þess að við álítum sem svo að við höfum það sjálf verst allra þjóða. En að gefa veitir styrk. Okkur finnst við skipta máli og vera einhvers megnug. Ég er nýkomin heim frá Úganda, litlu ríki í Austur-Afríku. Í norðurhluta landsins geisaði stríð í tvo áratugi sem lauk ekki fyrr en í hittifyrra. Ferðina fór ég með Barnaheillum, hjálparsamtökum sem hafa styrkt skólastarf á þessu svæði. Menntun er lykillinn að betri framtíð og þarna þarf að kenna margt annað en algebru og gríska goðafræði. Hreinlæti og ræktun jarðarinnar vegur þyngra. Fólk þurfti að dvelja í flóttamannabúðum meðan á stríðinu stóð og varð að reiða sig á matargjafir. Afleiðingin varð sú að heil kynslóð óx upp sem kann ekki að búa. Þekkingin hefur glatast. Þegar fólkið sneri til baka í þorpin sín varð líka til annað vandamál. Meðalævi íbúa Úganda er aðeins 50 ár og sums staðar man enginn hver átti hvaða land eða hver bjó hvar. Hvergi er hægt að fletta því upp. Það er því ekki sjálfgefið að fólk geti tekið þráðinn upp að nýju og hafið búskap á landi forfeðranna. Til að framfleyta sér bregða menn á það ráð að fara til höfuðborgarinnar Kampala þar sem ekkert bíður nema gatan. Svona eru áhrif langvarandi stríðs, ófyrirsjáanleg og ömurleg. Þá eru vitaskuld ótalin öll þau mannslíf sem fóru í súginn og börnin sem var rænt af uppreisnarmönnum. Sum fórust, önnur eru enn í haldi. Ég hitti fyrrverandi barnahermann sem hafði verið rænt 14 ára gömlum en er nú orðinn 17 ára. Hann dvelur á hjálparstofnun sem reynir nú að hafa uppi á fjölskyldu hans og veita honum menntun svo hann geti einn daginn framfleytt sér sjálfur. Þessi þungbúni drengur gat ekki skrifað nafnið sitt fyrir mig. Á blaðinu stendur óregluleg þyrping samhljóða sem mynda engan veginn nafnið hans. Ástandið í Norður-Úganda verður ekki leyst með söfnunarátaki eins og við Íslendingar erum svo gefnir fyrir. Þetta er langtímaverkefni. Ég hvet ykkur til að snúa ykkur til Barnaheilla og skrá ykkur fyrir dálítilli upphæð. Þúsund krónur á mánuði gera kraftaverk þarna suður frá. Þetta snýst ekki um auðlegð - aðeins gjafmildi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun