Skýra þarf betur lög um félagagjöldin 21. október 2010 04:00 Elías blöndal Lögfræðingur Bændasamtakanna segir ólíklegt að dómur Hæstaréttar um félagagjöld hafi áhrif á búnaðargjald bænda. Skýra þurfi lög um gjaldið betur. Óvíst er hvort dómur Hæstaréttar um töku félagsgjalds af útgerðarmanni til Landssambands smábátaeigenda sem ekki á aðild að sambandinu hafi áhrif á búnaðargjald sem bændur greiða af búvöruverði til Bændasamtakanna. „Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar er ekki þar með sagt að innheimta búnaðargjalds sé ólögmæt eða brjóti í bága við stjórnarskrá,“ segir Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur Bændasamtakanna. Hann bendir á að öll félögin sem fái hlut af búnaðargjaldinu hafi lögboðnum verkum að sinna, svo sem að efla og þróa landbúnað. Hlutur Landssambands smábátaeigenda af félagagjaldinu er eina tekjulind þess. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær niðurstöðuna geta leitt til þess að sambandið verði að leita sér annarra tekjuleiða. Búnaðargjaldið fer lögum samkvæmt til búgreinafélaga og Bjargráðasjóðs. Bændasamtökin fengu 105 milljónir króna af gjaldinu í fyrra. Elías segir þetta hluta af nokkrum tekjuleiðum samtakanna. Endurskoðun á félagagjaldinu hefur lengi legið á borði hins opinbera. Umboðsmaður Alþingis skoðaði réttmæti félagagjalda smábátaeigenda að eigin frumkvæði árið 2001. Hann mælti með endurskoðun gjaldtökunnar. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytis komst að sambærilegri niðurstöðu fyrir tæpum tveimur árum. Þá lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir á Alþingi í vor í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu að innheimta á iðnaðarmálagjaldi bryti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu, og að gjaldtakan verði skoðuð. Sú vinna stendur enn yfir. Breytingar á búnaðargjaldi liggja fyrir Alþingi. Elías segir að gera megi ráð fyrir áhrifum dóms Hæstaréttar og Mannréttindadómstólsins á það. „Það getur vel verið að skýra þurfi lögin betur og herða eftirlitið til þess að gjaldtakan standist stjórnarskrá,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Óvíst er hvort dómur Hæstaréttar um töku félagsgjalds af útgerðarmanni til Landssambands smábátaeigenda sem ekki á aðild að sambandinu hafi áhrif á búnaðargjald sem bændur greiða af búvöruverði til Bændasamtakanna. „Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar er ekki þar með sagt að innheimta búnaðargjalds sé ólögmæt eða brjóti í bága við stjórnarskrá,“ segir Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur Bændasamtakanna. Hann bendir á að öll félögin sem fái hlut af búnaðargjaldinu hafi lögboðnum verkum að sinna, svo sem að efla og þróa landbúnað. Hlutur Landssambands smábátaeigenda af félagagjaldinu er eina tekjulind þess. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær niðurstöðuna geta leitt til þess að sambandið verði að leita sér annarra tekjuleiða. Búnaðargjaldið fer lögum samkvæmt til búgreinafélaga og Bjargráðasjóðs. Bændasamtökin fengu 105 milljónir króna af gjaldinu í fyrra. Elías segir þetta hluta af nokkrum tekjuleiðum samtakanna. Endurskoðun á félagagjaldinu hefur lengi legið á borði hins opinbera. Umboðsmaður Alþingis skoðaði réttmæti félagagjalda smábátaeigenda að eigin frumkvæði árið 2001. Hann mælti með endurskoðun gjaldtökunnar. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytis komst að sambærilegri niðurstöðu fyrir tæpum tveimur árum. Þá lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir á Alþingi í vor í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu að innheimta á iðnaðarmálagjaldi bryti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu, og að gjaldtakan verði skoðuð. Sú vinna stendur enn yfir. Breytingar á búnaðargjaldi liggja fyrir Alþingi. Elías segir að gera megi ráð fyrir áhrifum dóms Hæstaréttar og Mannréttindadómstólsins á það. „Það getur vel verið að skýra þurfi lögin betur og herða eftirlitið til þess að gjaldtakan standist stjórnarskrá,“ segir hann. jonab@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira