Gefa ekki upp ráðningarsamning Lúðvíks 2. júlí 2010 17:40 Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Ekki er enn búið að ganga frá ráðningarsamningi við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði harma þá töf sem hefur orðið í málinu. "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það að ekki skuli enn vera búið að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra og ítreka jafnframt að skoða þurfi í því samhengi starfslokalið þess samkomulags með tilliti til þess að það auki ekki á kostnað bæjarins þar sem ljóst er að minnsta kosti tveir bæjarstjórar munu stýra bænum út þetta kjörtímabilið," segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ um kaup og kjör Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði. Í svari frá Önnu Jörgensdóttir bæjarlögmanni kemur fram að laun Lúðvíks séu nú 663.357 þúsund krónur. Þar bætist við yfirvinna og orlof upp á 319.278 krónur auk akstur upp á 26.532. Heildarlaun Lúðvíks eru því rétt yfir einni milljón eða 1.009.167 þúsund krónur. Þessi tala gæti hins vegar breyst þar sem skipt verður um bæjarstjóra á miðju kjörtímabili og munu því trúlega bætast við biðlaun ofan á laun bæjarstjóra. Geir Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi. "Við viljum bara fá ráðningarsamninginn upp á borðið en þau segjast vilja skoða málið og bera launin saman við laun sveitastjóra í nágrannasveitarfélögum. Þau hafa lofað að þessar upplýsingar muni koma fram á næsta bæjarráðsfundi. Við munum alla vega ýta á eftir þessu." Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ekki er enn búið að ganga frá ráðningarsamningi við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði harma þá töf sem hefur orðið í málinu. "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það að ekki skuli enn vera búið að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra og ítreka jafnframt að skoða þurfi í því samhengi starfslokalið þess samkomulags með tilliti til þess að það auki ekki á kostnað bæjarins þar sem ljóst er að minnsta kosti tveir bæjarstjórar munu stýra bænum út þetta kjörtímabilið," segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ um kaup og kjör Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði. Í svari frá Önnu Jörgensdóttir bæjarlögmanni kemur fram að laun Lúðvíks séu nú 663.357 þúsund krónur. Þar bætist við yfirvinna og orlof upp á 319.278 krónur auk akstur upp á 26.532. Heildarlaun Lúðvíks eru því rétt yfir einni milljón eða 1.009.167 þúsund krónur. Þessi tala gæti hins vegar breyst þar sem skipt verður um bæjarstjóra á miðju kjörtímabili og munu því trúlega bætast við biðlaun ofan á laun bæjarstjóra. Geir Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi. "Við viljum bara fá ráðningarsamninginn upp á borðið en þau segjast vilja skoða málið og bera launin saman við laun sveitastjóra í nágrannasveitarfélögum. Þau hafa lofað að þessar upplýsingar muni koma fram á næsta bæjarráðsfundi. Við munum alla vega ýta á eftir þessu."
Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira