Þetta mál fellir ekki margbarða stjórnina 22. september 2010 04:00 Setið undir umræðunum. fréttablaðið/gva Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Rykið sem ræða forsætisráðherra á mánudag þyrlaði upp var þá að mestu sest. „Þetta er ekki nálægt því að vera stjórnarslitsmál. Hér hefur gengið á ýmsu, til dæmis gekk ráðherra út vegna Icesave. Það hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og við erum minnt á það á hverjum degi,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Nokkur titringur varð í pólitíkinni í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir opinberaði það mat sitt að ekki séu efni til að saksækja fjóra fyrrum ráðherra fyrir landsdómi. Sumir þingmenn VG pirruðust. „Að sjálfsögðu pirruðumst við,“ segir Björn Valur Gíslason. „Það var góð samstaða um þingmannanefndina og menn áttu von á að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna myndu fylkja sér að baki henni í stað þess að annar þeirra reyni nú að gera lítið úr starfi hennar.“ Annar úr VG segir orð Jóhönnu engu breyta um stjórnarsamstarfið og um viðbrögðin úr þingflokknum sagði hann: „Menn þurfa stundum að fá að hvessa sig.“ Hvað sem þeirri þörf líður virðist sem sumir hafi gefið sér hver afstaða Jóhönnu til málsins væri. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins hefur raunar heyrst að Jóhanna hafi fjarstýrt fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Sú kenning rímar illa við það sem nú liggur fyrir. Afstaða Jóhönnu er á skjön við afstöðu nefndarmannanna Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur. Veruleikinn er sá, að sögn Þórunnar, að Samfylkingin hefur ekki pólitíska línu í málinu. „Forysta flokksins gefur ekki línu um afgreiðsluna. Þess vegna erum við að tala við sérfræðinga, bjóða ráðherrunum fyrrverandi á fundi og halda mikla þingflokksfundi um efnið þar sem það er rætt fram og til baka,“ segir Þórunn. Þingflokkur VG gerði í gær samþykkt um málið. Trausti er lýst á nefndina og vinnubrögðin sögð vönduð. Þingið verði að axla ábyrgð á málinu og leiða það til lykta á málefnalegan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða. Þetta síðastnefnda er raunverulegt áhyggjuefni Vinstri grænna. „Mér sýnist þetta vera pex um lögfræðileg og tæknileg atriði miklu heldur en efnislegt,“ segir Björn Valur um umræður síðustu daga. „Alla vega af hálfu sjálfstæðismanna og það má líka greina á ræðum Samfylkingarinnar. Það bendir til þess að menn séu að reyna að koma sér frá málinu en það er ekki hægt. Við komumst ekki undan þessu.“ Af orðum Björns og Þórunnar, og samtölum við aðra þingmenn, verða ekki dregnar aðrar niðurstöður en að staða ríkisstjórnarinnar sé óbreytt eftir að landsdómsmálið kom á dagskrá þingsins. Ræða forsætisráðherra hafi ekki haft sérstök áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn er enn óvissa um lyktir. Mál kunna vissulega að þróast þannig að ríkisstjórnin beri skaða af.bjorn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Rykið sem ræða forsætisráðherra á mánudag þyrlaði upp var þá að mestu sest. „Þetta er ekki nálægt því að vera stjórnarslitsmál. Hér hefur gengið á ýmsu, til dæmis gekk ráðherra út vegna Icesave. Það hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og við erum minnt á það á hverjum degi,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Nokkur titringur varð í pólitíkinni í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir opinberaði það mat sitt að ekki séu efni til að saksækja fjóra fyrrum ráðherra fyrir landsdómi. Sumir þingmenn VG pirruðust. „Að sjálfsögðu pirruðumst við,“ segir Björn Valur Gíslason. „Það var góð samstaða um þingmannanefndina og menn áttu von á að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna myndu fylkja sér að baki henni í stað þess að annar þeirra reyni nú að gera lítið úr starfi hennar.“ Annar úr VG segir orð Jóhönnu engu breyta um stjórnarsamstarfið og um viðbrögðin úr þingflokknum sagði hann: „Menn þurfa stundum að fá að hvessa sig.“ Hvað sem þeirri þörf líður virðist sem sumir hafi gefið sér hver afstaða Jóhönnu til málsins væri. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins hefur raunar heyrst að Jóhanna hafi fjarstýrt fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Sú kenning rímar illa við það sem nú liggur fyrir. Afstaða Jóhönnu er á skjön við afstöðu nefndarmannanna Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur. Veruleikinn er sá, að sögn Þórunnar, að Samfylkingin hefur ekki pólitíska línu í málinu. „Forysta flokksins gefur ekki línu um afgreiðsluna. Þess vegna erum við að tala við sérfræðinga, bjóða ráðherrunum fyrrverandi á fundi og halda mikla þingflokksfundi um efnið þar sem það er rætt fram og til baka,“ segir Þórunn. Þingflokkur VG gerði í gær samþykkt um málið. Trausti er lýst á nefndina og vinnubrögðin sögð vönduð. Þingið verði að axla ábyrgð á málinu og leiða það til lykta á málefnalegan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða. Þetta síðastnefnda er raunverulegt áhyggjuefni Vinstri grænna. „Mér sýnist þetta vera pex um lögfræðileg og tæknileg atriði miklu heldur en efnislegt,“ segir Björn Valur um umræður síðustu daga. „Alla vega af hálfu sjálfstæðismanna og það má líka greina á ræðum Samfylkingarinnar. Það bendir til þess að menn séu að reyna að koma sér frá málinu en það er ekki hægt. Við komumst ekki undan þessu.“ Af orðum Björns og Þórunnar, og samtölum við aðra þingmenn, verða ekki dregnar aðrar niðurstöður en að staða ríkisstjórnarinnar sé óbreytt eftir að landsdómsmálið kom á dagskrá þingsins. Ræða forsætisráðherra hafi ekki haft sérstök áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn er enn óvissa um lyktir. Mál kunna vissulega að þróast þannig að ríkisstjórnin beri skaða af.bjorn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira