Umfjöllun: Akureyri enn ósigrað Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 11. nóvember 2010 19:45 Fréttablaðið/Valli Akureyringar tróna enn taplausir á toppi N1-deildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Selfyssingum í kvöld. Lokatölur 34-29. Akureyringar spiluðu 5-1 vörn og tók Oddur að sér að taka Ragnar úr umferð. Selfyssingar spiluðu einnig 5-1 vörn, þar var Heimir tekinn úr umferð, auk þess sem vörnin spilaði ögn fyrir framan línuna. Jafnt var á flestum tölum í upphafi leiks en Geir Guðmundsson skoraði fyrstu fimm mörk Akureyrar úr jafn mörgum skotum. Í stöðunni 6-6 eftir rúmar tíu mínútur skildu leiðir. Vörn Akureyrar small þá í gang og Sveinbjörn varði vel. Selfyssingar fundu engar glufur á vörninni og skoruðu ekki í tíu mínútur. Á meðan breytti Akureyri stöðunni í 11-6. Það var ekki fyrr en Birkir fór að verja að Selfyssingar minnkuðu muninn. Birkir reyndi auk þess tvö skot yfir allan völlinn í fyrri hálfleik, annað fór yfir en Sveinbjörn henti sér að hætti knattspyrnumarkmanna og varði hitt. Selfyssingar vilja spila hraðar sóknir og keyrðu á Akureyringa. Á stundum vantaði betri ákvarðanatökur sem oft vill verða á þessum hraða. Þeir náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé með því að skora þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Hálfleikstölur voru 15-13. Sveinbjörn varði fjórtán skot í fyrri halfleik, ótrúlegar tölur. Reyndar voru þrjú þeirra með þeim hætti að vörnin varði boltann og hann fór beint og hægt til markmannsins sem þurfti þó einu sinni að kasta sér á bolta sem var á leið í horn.Hálfleiksræða Sebastians Alexanderssonar var stutt í Selfossklefanum og leikmenn voru allir komnir út á völl löngu fyrir seinni hálfleikinn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Indíánavörn Selfoss. Virkaði vel í fyrri í eitt skipti, ágætlega í seini.Selfyssingar spila svokallaða Indíánavörn, maður á mann um allan völl, þegar þeir eru fleiri inni á vellinum. Það virkaði ágætlega en brást líka. Í upphafi seinni hálfleiks unnu þeir til að mynda boltann og skoruðu en Oddur skoraði strax á eftir úr hraðri sókn. Akureyringar voru skrefinu á undan allan síðari hálfleikinn. Sveinbjörn datt niður í markvörslunni en kom svo sterkur inn aftur. Vörn þeirra hélt ágætlega og Selfyssingar voru einfaldlwega númeri of litlir. Akureyri hélt fjögurra til fimm marka forystu út leikinn. Bjarni Fritzson var markahæstur í liði Akureyrar og Geir var einnig góður. Sveinbjörn stóð vel fyrir sínu en vörnin var mjög góð, með Guðlaug sem fyrr í broddi fylkingar. Selfyssingar léku ágætlega, Ragnar var fínn í sókninni en skotnýting hans hefði getað verið betri. Guðjón Drengsson var þó besti maður liðsins, þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins sýndi Guðjón að hann á ýmislegt eftir á tankinum. Akureyringar eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar en Selfoss hefur tvö stig við botninn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }@font-face { font-family: "Lucida Grande"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri – Selfoss 34-29 (15-13) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (11), Geir Guðmundsson 8 (11), Oddur Gretarsson 5 (8), Guðlaugur Arnarsson 4 (5) , Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24 (53, 45%), Stefán U. Guðnason 1 (2, 50%). Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Heimir, Guðmundur, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur 2, Oddur 2, Geir).Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/2 (17), Guðjón F. Drengsson 7 (8), Árni Steinþórsson 4 (6), Einar Héðinsson 3 (5), Atli Kristinsson 3 (10), Ómar Helgason 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (2), Helgi Héðinsson 1 (4), Eyþór Lárusson 0 (3).Varin skot: Birkir Bragason 12 (40 mörk, 30%, 14), Helgi Hlynsson 0 (6, 0%) Hraðaupphlaup: 4 (Guðjón 3, Árni). Fiskuð víti: 3 (Ragnar 2, Einar).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Olís-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Akureyringar tróna enn taplausir á toppi N1-deildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Selfyssingum í kvöld. Lokatölur 34-29. Akureyringar spiluðu 5-1 vörn og tók Oddur að sér að taka Ragnar úr umferð. Selfyssingar spiluðu einnig 5-1 vörn, þar var Heimir tekinn úr umferð, auk þess sem vörnin spilaði ögn fyrir framan línuna. Jafnt var á flestum tölum í upphafi leiks en Geir Guðmundsson skoraði fyrstu fimm mörk Akureyrar úr jafn mörgum skotum. Í stöðunni 6-6 eftir rúmar tíu mínútur skildu leiðir. Vörn Akureyrar small þá í gang og Sveinbjörn varði vel. Selfyssingar fundu engar glufur á vörninni og skoruðu ekki í tíu mínútur. Á meðan breytti Akureyri stöðunni í 11-6. Það var ekki fyrr en Birkir fór að verja að Selfyssingar minnkuðu muninn. Birkir reyndi auk þess tvö skot yfir allan völlinn í fyrri hálfleik, annað fór yfir en Sveinbjörn henti sér að hætti knattspyrnumarkmanna og varði hitt. Selfyssingar vilja spila hraðar sóknir og keyrðu á Akureyringa. Á stundum vantaði betri ákvarðanatökur sem oft vill verða á þessum hraða. Þeir náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé með því að skora þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Hálfleikstölur voru 15-13. Sveinbjörn varði fjórtán skot í fyrri halfleik, ótrúlegar tölur. Reyndar voru þrjú þeirra með þeim hætti að vörnin varði boltann og hann fór beint og hægt til markmannsins sem þurfti þó einu sinni að kasta sér á bolta sem var á leið í horn.Hálfleiksræða Sebastians Alexanderssonar var stutt í Selfossklefanum og leikmenn voru allir komnir út á völl löngu fyrir seinni hálfleikinn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Indíánavörn Selfoss. Virkaði vel í fyrri í eitt skipti, ágætlega í seini.Selfyssingar spila svokallaða Indíánavörn, maður á mann um allan völl, þegar þeir eru fleiri inni á vellinum. Það virkaði ágætlega en brást líka. Í upphafi seinni hálfleiks unnu þeir til að mynda boltann og skoruðu en Oddur skoraði strax á eftir úr hraðri sókn. Akureyringar voru skrefinu á undan allan síðari hálfleikinn. Sveinbjörn datt niður í markvörslunni en kom svo sterkur inn aftur. Vörn þeirra hélt ágætlega og Selfyssingar voru einfaldlwega númeri of litlir. Akureyri hélt fjögurra til fimm marka forystu út leikinn. Bjarni Fritzson var markahæstur í liði Akureyrar og Geir var einnig góður. Sveinbjörn stóð vel fyrir sínu en vörnin var mjög góð, með Guðlaug sem fyrr í broddi fylkingar. Selfyssingar léku ágætlega, Ragnar var fínn í sókninni en skotnýting hans hefði getað verið betri. Guðjón Drengsson var þó besti maður liðsins, þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins sýndi Guðjón að hann á ýmislegt eftir á tankinum. Akureyringar eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar en Selfoss hefur tvö stig við botninn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }@font-face { font-family: "Lucida Grande"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri – Selfoss 34-29 (15-13) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (11), Geir Guðmundsson 8 (11), Oddur Gretarsson 5 (8), Guðlaugur Arnarsson 4 (5) , Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24 (53, 45%), Stefán U. Guðnason 1 (2, 50%). Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Heimir, Guðmundur, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur 2, Oddur 2, Geir).Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/2 (17), Guðjón F. Drengsson 7 (8), Árni Steinþórsson 4 (6), Einar Héðinsson 3 (5), Atli Kristinsson 3 (10), Ómar Helgason 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (2), Helgi Héðinsson 1 (4), Eyþór Lárusson 0 (3).Varin skot: Birkir Bragason 12 (40 mörk, 30%, 14), Helgi Hlynsson 0 (6, 0%) Hraðaupphlaup: 4 (Guðjón 3, Árni). Fiskuð víti: 3 (Ragnar 2, Einar).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Olís-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira