Utan vallar: Stjörnustælar hörundssára framherjans ná hámarki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2010 08:15 Eiður í leiknum gegn Liechtenstein. Fréttablaðið/Anton Stærsta knattspyrnustjarna Íslandssögunnar, Eiður Smári Guðjohnsen, sannaði endanlega í vikunni hversu hörundssár hann er með því að neita að tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein sem og eftir leikinn. Eiður hefur iðulega tekið gagnrýni íslenskra fjölmiðla illa. Skiptir engu þó sú gagnrýni hafi verið af afar skornum skammti í gegnum tíðina og ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis. Það er því erfitt að lesa annað út úr stöðunni en það megi ekki gagnrýna hann. Þá fari hann í fýlu. Það er sérstakt í ljósi þess að líklega enginn íslenskur íþróttamaður hefur fengið skrifaðar eins margar lofgreinar um sjálfan sig og Eiður. Ég velti því síðan fyrir mér hvort þetta fjölmiðlabann sé aumkunarverð tilraun til þess að kúga íslenska fjölmiðla til þess að sleikja hann upp. Ef svo er þá mun það ekki virka. Eiði, líkt og öðrum, verður hampað þegar tilefni er til og að sama skapi verður hann gagnrýndur er hann þykir ekki standa sig. Það er eðli íþróttaumfjöllunar. Eiður Smári er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Staðreyndir málsins eru þær að hann átti skelfilega lélegan síðasta vetur. Hrökklaðist markalaus með skottið á milli lappanna frá Monaco eftir arfaslaka frammistöðu til þess eins að taka sæti á bekknum hjá Tottenham. Þar átti hann fáa spretti og skoraði aðeins tvö mörk allt tímabilið. Hvað landsliðið snertir átti hann enga gullleiki í þeim leikjum sem hentaði honum að spila. Það var því hægt að skrifa fátt jákvætt um hann síðasta vetur. Með þessu fjölmiðlabanni gerir Eiður lítið annað en að valda sínum fjölmörgu aðdáendum á Íslandi vonbrigðum. Krakkarnir sem líta upp til hans, og greiða sig inn á leiki til að sjá hann spila, vilja lesa um skoðanir hans og framtíðarplön. Hann hefur greinilega lítinn áhuga á að sinna þessu fólki og kýs frekar að vera í fýlu þar sem honum finnst greinilega að íslenskir fjölmiðlamenn séu svo vondir við sig. Þetta er ekkert annað en leiðinlegir stjörnustælar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Stærsta knattspyrnustjarna Íslandssögunnar, Eiður Smári Guðjohnsen, sannaði endanlega í vikunni hversu hörundssár hann er með því að neita að tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein sem og eftir leikinn. Eiður hefur iðulega tekið gagnrýni íslenskra fjölmiðla illa. Skiptir engu þó sú gagnrýni hafi verið af afar skornum skammti í gegnum tíðina og ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis. Það er því erfitt að lesa annað út úr stöðunni en það megi ekki gagnrýna hann. Þá fari hann í fýlu. Það er sérstakt í ljósi þess að líklega enginn íslenskur íþróttamaður hefur fengið skrifaðar eins margar lofgreinar um sjálfan sig og Eiður. Ég velti því síðan fyrir mér hvort þetta fjölmiðlabann sé aumkunarverð tilraun til þess að kúga íslenska fjölmiðla til þess að sleikja hann upp. Ef svo er þá mun það ekki virka. Eiði, líkt og öðrum, verður hampað þegar tilefni er til og að sama skapi verður hann gagnrýndur er hann þykir ekki standa sig. Það er eðli íþróttaumfjöllunar. Eiður Smári er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Staðreyndir málsins eru þær að hann átti skelfilega lélegan síðasta vetur. Hrökklaðist markalaus með skottið á milli lappanna frá Monaco eftir arfaslaka frammistöðu til þess eins að taka sæti á bekknum hjá Tottenham. Þar átti hann fáa spretti og skoraði aðeins tvö mörk allt tímabilið. Hvað landsliðið snertir átti hann enga gullleiki í þeim leikjum sem hentaði honum að spila. Það var því hægt að skrifa fátt jákvætt um hann síðasta vetur. Með þessu fjölmiðlabanni gerir Eiður lítið annað en að valda sínum fjölmörgu aðdáendum á Íslandi vonbrigðum. Krakkarnir sem líta upp til hans, og greiða sig inn á leiki til að sjá hann spila, vilja lesa um skoðanir hans og framtíðarplön. Hann hefur greinilega lítinn áhuga á að sinna þessu fólki og kýs frekar að vera í fýlu þar sem honum finnst greinilega að íslenskir fjölmiðlamenn séu svo vondir við sig. Þetta er ekkert annað en leiðinlegir stjörnustælar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00