Fótbolti

SönderjyskE tapaði fyrir Nordsjælland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason í leik með íslenska landsliðinu.
Ólafur Ingi Skúlason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Anton

SönderjyskE tapaði dag fyrir Nordsjælland, 3-1, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sölvi Geir Ottesen og Ólafur Skúlason léku báðir allan leikinn fyrir SönderjyskE sem er í níunda sæti deildarinnar með 32 stig. Liðið á í mikilli fallbaráttu við AGF og Randers en aðeins þrjú stig skilja þessi lið að.

FCK endurheimti sex stiga forystu á toppi deildarinnar með 2-0 sigur á Álaborg í dag. OB, lið Rúriks Gíslasonar, er í öðru sæti.

Þá var einnig leikið í sænsku úrvalsdeildinni í dag. GAIS og Kalmar skildu jöfn, 2-2. Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í vörn GAIS og Eyjólfur Héðinsson á miðjunni.

GAIS er í áttunda sæti deildarinnar með ellefu stig eftir átta leiki. Helsingborg er á toppi deildarinnar með nítján stig. Liðið er enn taplaust eftir sjö leiki og með fimm stiga forystu á næsta lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×