Handbolti

Framkonur búnar að vinna alla leiki síðan Valur kom síðast í heimsókn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stella Sigurðardóttir í fyrsta leik liðanna.
Stella Sigurðardóttir í fyrsta leik liðanna. Mynd/Daníel
Fram og Valur leika í kvöld annan úrslitaleik sinn í N1 deild kvenna en Valur er 1-0 yfir eftir 20-19 sigur í Vodafone-höllinni á sunnudaginn. Leikur kvöldsins fer fram í Framhúsinu í Safamýri og hefst klukkan 19.30. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Framkonur hafa verið öflugar á heimavelli á þessu tímabili og hafa unnið sjö síðustu leiki sína í Safamýri eða alla leiki síðan að Valur kom síðast í heimsókn - 12. janúar síðastliðinn. Valur vann þá 25-22 sigur en það er eina tap Framliðsins í síðustu 12 leikjum sínum í Safamýrinni.

Fram og Valur hafa þegar mæst fimm sinnum í vetur, Valur hefur unnið tvo leiki, Fram hefur unnið tvo leiki og liðin gerðu jafntefli í fyrsta innbyrðis leik vetrarins. Fram hefur unnið Val í Laugardalshöllinni (bikarúrslit) og í Vodafone-höllinni (lokaumferðin 27. mars) en á enn eftir að vinna Val á sínum heimavelli í Safamýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×