Lengstu tennisviðureign sögunnar loksins lokið á Wimbledon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2010 16:41 John Isner, til vinstri, og Nicolas Mahut eftir lengstu tennisviðureign sögunnar. Nordic Photos / Getty Images 70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis.. Þær reglur eru á Wimbledon-mótinu að ekki er hægt að útkljá oddasettið í neinni viðureign með bráðabana. Það verður einfaldlega að vinna með tveggja lotu mun. Isner vann samanlagt 6-4, 3-6, 6-7, 7-6 og loks 70-68. Viðureignin hófst á þrijðudaginn en varð að fresta vegna myrkurs þegar fimmta settið var að hefjast. Fimmta setinu lauk ekki í gær og var leik aftur frestað í stöðunni 59-59. Keppni hófst aftur í dag og lauk nú síðdegis. Nýja metið er nú ellefu klukkustundir og fimm mínútur. Eðlilega voru báðir mennirnir dauðþreyttir í lok viðureignarinnar í dag. „Það er grautfúlt að einhver þurfti að tapa," sagði Isner. „Það var sannur heiður að fá að deila þessu með honum. Kannski mætumst við aftur síðar og þá verður það ekki aftur 70-68." Mahut var eðlilega eyðilagður eftir tapið. „Ég er þakklátur, fyrst og fremst. John átti skilið að vinna. Uppgjafirnar hans voru ótrúlegar. Það var mikill heiður að fá að spila merkilegustu viðureign sem spiluð hefur verið. Hún var mjög löng en ég held að við nutum hennar báðir." Isner átti að keppa í tvíliðaleik nú síðdegis en hann mun væntanlega draga sig úr þeirri viðureign, sér í lagi þar sem hann á að mæta Thiemo de Bakker í 2. umferð einliðaleiksins strax á morgun. Fjölmörg möt voru slegin í viðureigninni. Flestar lotur í einu setti, 138 talsins, flestir ásar hjá einum leikmanni (112 hjá Isner) og flestir ásar í einni viðureign (215 samtals). Erlendar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis.. Þær reglur eru á Wimbledon-mótinu að ekki er hægt að útkljá oddasettið í neinni viðureign með bráðabana. Það verður einfaldlega að vinna með tveggja lotu mun. Isner vann samanlagt 6-4, 3-6, 6-7, 7-6 og loks 70-68. Viðureignin hófst á þrijðudaginn en varð að fresta vegna myrkurs þegar fimmta settið var að hefjast. Fimmta setinu lauk ekki í gær og var leik aftur frestað í stöðunni 59-59. Keppni hófst aftur í dag og lauk nú síðdegis. Nýja metið er nú ellefu klukkustundir og fimm mínútur. Eðlilega voru báðir mennirnir dauðþreyttir í lok viðureignarinnar í dag. „Það er grautfúlt að einhver þurfti að tapa," sagði Isner. „Það var sannur heiður að fá að deila þessu með honum. Kannski mætumst við aftur síðar og þá verður það ekki aftur 70-68." Mahut var eðlilega eyðilagður eftir tapið. „Ég er þakklátur, fyrst og fremst. John átti skilið að vinna. Uppgjafirnar hans voru ótrúlegar. Það var mikill heiður að fá að spila merkilegustu viðureign sem spiluð hefur verið. Hún var mjög löng en ég held að við nutum hennar báðir." Isner átti að keppa í tvíliðaleik nú síðdegis en hann mun væntanlega draga sig úr þeirri viðureign, sér í lagi þar sem hann á að mæta Thiemo de Bakker í 2. umferð einliðaleiksins strax á morgun. Fjölmörg möt voru slegin í viðureigninni. Flestar lotur í einu setti, 138 talsins, flestir ásar hjá einum leikmanni (112 hjá Isner) og flestir ásar í einni viðureign (215 samtals).
Erlendar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira