Pekanbaka með búrbonrjóma 18. september 2010 16:55 Pekanbaka með búrbonrjóma. Myndir/Anton Brink Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma.Pekanbaka1 skammtur bökudeig, heimatilbúið eða keypt90 g smjör, bráðið100 g púðursykur75 g ljóst síróp2 egg200 g pekanhnetur Hitaðu ofninn í 180°C. Flettu deigið fremur þunnt út, leggðu það yfir meðalstórt bökuform og þrýstu því niður og upp með brúnum. Snyrtu kantana. Leggðu bökunarpappír yfir deigið og láttu hann standa vel út fyrir. Settu eitthvert farg í formið, og bakaðu deigskelina í um 10 mínútur. Bræddu á meðan smjörið og hrærðu púðursykri, sírópi og eggjum saman við. Taktu bökuskelina út, fjarlægðu pappírinn og fargið, dreifðu hnetunum í skelina og helltu sírópsblöndunni yfir. Lækkaðu hitann í 160°C og bakaðu bökuna í 20-25 mínútur, eða þar til fyllingin er farin að stífna. Berðu hana fram með þeyttum rjóma, e.t.v. bragðbættum, eða vanilluís. Nanna Rögnvaldsdóttir er einn þekktasti matarsérfræðingur landsins. Búrbonrjómi 250 ml rjómi 2 msk. púðursykur 1 tsk. búrbonviskí, eða ½ tsk. vanilluessens eða annað bragðefni Léttþeyttu rjómann, bættu púðursykri og viskíi út í og þeyttu áfram þar til rjóminn er stífþeyttur. Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma.Pekanbaka1 skammtur bökudeig, heimatilbúið eða keypt90 g smjör, bráðið100 g púðursykur75 g ljóst síróp2 egg200 g pekanhnetur Hitaðu ofninn í 180°C. Flettu deigið fremur þunnt út, leggðu það yfir meðalstórt bökuform og þrýstu því niður og upp með brúnum. Snyrtu kantana. Leggðu bökunarpappír yfir deigið og láttu hann standa vel út fyrir. Settu eitthvert farg í formið, og bakaðu deigskelina í um 10 mínútur. Bræddu á meðan smjörið og hrærðu púðursykri, sírópi og eggjum saman við. Taktu bökuskelina út, fjarlægðu pappírinn og fargið, dreifðu hnetunum í skelina og helltu sírópsblöndunni yfir. Lækkaðu hitann í 160°C og bakaðu bökuna í 20-25 mínútur, eða þar til fyllingin er farin að stífna. Berðu hana fram með þeyttum rjóma, e.t.v. bragðbættum, eða vanilluís. Nanna Rögnvaldsdóttir er einn þekktasti matarsérfræðingur landsins. Búrbonrjómi 250 ml rjómi 2 msk. púðursykur 1 tsk. búrbonviskí, eða ½ tsk. vanilluessens eða annað bragðefni Léttþeyttu rjómann, bættu púðursykri og viskíi út í og þeyttu áfram þar til rjóminn er stífþeyttur.
Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira