Pekanbaka með búrbonrjóma 18. september 2010 16:55 Pekanbaka með búrbonrjóma. Myndir/Anton Brink Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma.Pekanbaka1 skammtur bökudeig, heimatilbúið eða keypt90 g smjör, bráðið100 g púðursykur75 g ljóst síróp2 egg200 g pekanhnetur Hitaðu ofninn í 180°C. Flettu deigið fremur þunnt út, leggðu það yfir meðalstórt bökuform og þrýstu því niður og upp með brúnum. Snyrtu kantana. Leggðu bökunarpappír yfir deigið og láttu hann standa vel út fyrir. Settu eitthvert farg í formið, og bakaðu deigskelina í um 10 mínútur. Bræddu á meðan smjörið og hrærðu púðursykri, sírópi og eggjum saman við. Taktu bökuskelina út, fjarlægðu pappírinn og fargið, dreifðu hnetunum í skelina og helltu sírópsblöndunni yfir. Lækkaðu hitann í 160°C og bakaðu bökuna í 20-25 mínútur, eða þar til fyllingin er farin að stífna. Berðu hana fram með þeyttum rjóma, e.t.v. bragðbættum, eða vanilluís. Nanna Rögnvaldsdóttir er einn þekktasti matarsérfræðingur landsins. Búrbonrjómi 250 ml rjómi 2 msk. púðursykur 1 tsk. búrbonviskí, eða ½ tsk. vanilluessens eða annað bragðefni Léttþeyttu rjómann, bættu púðursykri og viskíi út í og þeyttu áfram þar til rjóminn er stífþeyttur. Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið
Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma.Pekanbaka1 skammtur bökudeig, heimatilbúið eða keypt90 g smjör, bráðið100 g púðursykur75 g ljóst síróp2 egg200 g pekanhnetur Hitaðu ofninn í 180°C. Flettu deigið fremur þunnt út, leggðu það yfir meðalstórt bökuform og þrýstu því niður og upp með brúnum. Snyrtu kantana. Leggðu bökunarpappír yfir deigið og láttu hann standa vel út fyrir. Settu eitthvert farg í formið, og bakaðu deigskelina í um 10 mínútur. Bræddu á meðan smjörið og hrærðu púðursykri, sírópi og eggjum saman við. Taktu bökuskelina út, fjarlægðu pappírinn og fargið, dreifðu hnetunum í skelina og helltu sírópsblöndunni yfir. Lækkaðu hitann í 160°C og bakaðu bökuna í 20-25 mínútur, eða þar til fyllingin er farin að stífna. Berðu hana fram með þeyttum rjóma, e.t.v. bragðbættum, eða vanilluís. Nanna Rögnvaldsdóttir er einn þekktasti matarsérfræðingur landsins. Búrbonrjómi 250 ml rjómi 2 msk. púðursykur 1 tsk. búrbonviskí, eða ½ tsk. vanilluessens eða annað bragðefni Léttþeyttu rjómann, bættu púðursykri og viskíi út í og þeyttu áfram þar til rjóminn er stífþeyttur.
Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið