Eigendur sumarhúsa svara með sóðaskap 21. maí 2010 03:00 við Böðmóðsstaði Sumarhúsaeigendur mótmæla með því að halda áfram að henda rusli hér þótt enginn sé gámurinn og bannað sé að skilja eftir úrgang á staðnum.Fréttablaðið/Garðar „Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Bláskógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægðir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannaðar móttökustöðvar á fjórum stöðum sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtímis breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigendur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskógabyggð til umhverfisráðuneytisins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Bláskógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæðum,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórnina fyrir ósveigjanleika. „Það virðist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveitarfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvitandi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstaklinga. „Þetta eru sjálfsagt einhvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Bláskógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægðir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannaðar móttökustöðvar á fjórum stöðum sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtímis breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigendur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskógabyggð til umhverfisráðuneytisins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Bláskógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæðum,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórnina fyrir ósveigjanleika. „Það virðist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveitarfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvitandi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstaklinga. „Þetta eru sjálfsagt einhvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira