Golf

Íslenska golflandsliðið í 19. sæti á HM í Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Geir Hjartarson átti 34 ára afmæli í dag.
Hlynur Geir Hjartarson átti 34 ára afmæli í dag. Mynd/Daníel
Íslenska karlalandsliðið i golfi endaði í 19. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem lauk í Argentínu í kvöld. Íslenska liðið lék alls á 447 höggum eða 24 höggum meira en heimsmeistarar Frakka.

Danir urðu í öðru sæti á mótinu og Bandaríkjamenn tóku þriðja sætið. Íslenska liðið varð hinsvegar á undan miklum golfþjóðum eins og Suður-Afríku og Spáni.

Afmælisbarnið Hlynur Geir Hjartarson lék í dag á 78 höggum eða 6 yfir pari, Ólafur Björn Loftsson lék á 76 höggum eða 4 yfir pari og Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér ekki á strik og lék á 84 höggum eða 12 yfir pari.

Ólafur Björn Loftsson lék best íslensku kylfinganna á mótinu en hann endaði í 24. sæti og lék hringina þrjá á 8 höggum yfir pari. Hlynur Geir varð í 31. sæti á 9 höggum yfir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 20 höggum yfir pari og endaði í 114. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×