Golf

Ísland byrjar ágætlega í Argentínu

Hlynur Geir Hjartarson.
Hlynur Geir Hjartarson.

Ísland hóf í dag keppni í heimsmeistarakeppni áhugamannalandsliða í golfi en mótið fer fram í Argentínu.

Ólafur Björn Loftsson lék best Íslendinganna í dag, á 72 höggum eða þremur yfir pari vallarins.

Hlynur Geir Hjartarson lék á 74 höggum og Guðmundur Ágúst Kristjánsson á 75 höggum. Tveir bestu hringirnir gilda og því er íslenska liðið á samtals fimm höggum yfir pari.

Eftir fyrsta keppnisdaginn er Ísland í 26.-32. sæti en alls eru keppnisdagarnir fjórir. Alls taka 69 þjóðir þátt að þessu sinni og eru Frakkar efstir á sjö höggum undir pari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×