Ólympíumeistarinn í golfi fékk rúman milljarð í bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:30 Scottie Scheffler með Ólympíugullið sitt. Hann hefur unnið meira en allir á þessu tímabili. Getty/Brendan Moran Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann varð Ólympíumeistari í golfi en það er ekki það eina sem hann getur glaðst yfir þessa dagana. Frábær frammistaða Scheffler á bandarísku mótaröðinni tryggði honum einnig efsta sætið yfir besta árangur kylfinga PGA á tímabilinu. Það þýðir enga smá aukagreiðslu því PGA borgar Scheffler átta milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að toppa listann eða 1,1 milljarð í íslenskum krónum. Why Scottie Scheffler will win $8 million without playing this week#Scottie #Scheffler #Golf #money https://t.co/gaex3VilQD— Golf Digest ME (@GolfDigestME) August 9, 2024 Scheffler hefur unnið sex PGA mót á tímabilinu þar á meðal Mastersmótið og Players meistaramótið. Hann hefur setið í efsta sæti heimslistans síðan í maí á síðasta ári. Auk þess að fá þennan veglega bónus þá hefur Scheffler unnið sér inn meira en 28 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á mótum ársins sem jafngildir meira en 3,8 milljörðum í íslenskum krónum. Hann hefur því alls náð sér í kringum fimm milljarða króna á árinu 2024. Fleiri kylfingar fengu líka vænan bónus við þetta tilefni. Xander Schauffele varð með annan besta árangurinn á tímabilinu sem skilaði honum sex milljónum dala í bónus. Rory McIlroy (4,8 milljónir dala) varð þriðji á listanum og þeir Collin Morikawa (4,4 milljónir dala) og Wyndham Clark (4 milljónir dala) voru líka inn á topp fimm listanum. The standings are in.World No. 1 Scottie Scheffler tops the #ComcastBusinessTOURTOP10 📈 pic.twitter.com/Vte9u2eEZ3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2024 Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Frábær frammistaða Scheffler á bandarísku mótaröðinni tryggði honum einnig efsta sætið yfir besta árangur kylfinga PGA á tímabilinu. Það þýðir enga smá aukagreiðslu því PGA borgar Scheffler átta milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að toppa listann eða 1,1 milljarð í íslenskum krónum. Why Scottie Scheffler will win $8 million without playing this week#Scottie #Scheffler #Golf #money https://t.co/gaex3VilQD— Golf Digest ME (@GolfDigestME) August 9, 2024 Scheffler hefur unnið sex PGA mót á tímabilinu þar á meðal Mastersmótið og Players meistaramótið. Hann hefur setið í efsta sæti heimslistans síðan í maí á síðasta ári. Auk þess að fá þennan veglega bónus þá hefur Scheffler unnið sér inn meira en 28 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á mótum ársins sem jafngildir meira en 3,8 milljörðum í íslenskum krónum. Hann hefur því alls náð sér í kringum fimm milljarða króna á árinu 2024. Fleiri kylfingar fengu líka vænan bónus við þetta tilefni. Xander Schauffele varð með annan besta árangurinn á tímabilinu sem skilaði honum sex milljónum dala í bónus. Rory McIlroy (4,8 milljónir dala) varð þriðji á listanum og þeir Collin Morikawa (4,4 milljónir dala) og Wyndham Clark (4 milljónir dala) voru líka inn á topp fimm listanum. The standings are in.World No. 1 Scottie Scheffler tops the #ComcastBusinessTOURTOP10 📈 pic.twitter.com/Vte9u2eEZ3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2024
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira