Mikið hark að vera hönnuður í dag Sara McMahon skrifar 23. júlí 2010 10:22 Sonja Bent og Erna Óðinsdóttir hanna báðar skemmtilegar flíkur úr prjónaefni. Þær eru á meðal þeirra íslensku hönnuða sem taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn í ágúst. Mynd/Anton Brink Erna Óðinsdóttir og Sonja Bent eru á meðal þeirra íslensku hönnuða sem taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn 12.-14. ágúst. Þær munu sýna hönnun sína á CPH Vision ásamt fjórum öðrum upprennandi hönnuðum, en CPH Vision leggur áherslu á nýja og framsækna hönnun. Sonja útskrifaðist frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 og hannar hún litríkar prjónaflíkur undir eigin nafni. Erna útskrifaðist sem klæðskerameistari árið 2004 frá Iðnskólanum í Reykjavík og hannar fallegar og klassískar flíkur meðal annars úr íslenskri ull undir heitinu Kurlproject. Þær stöllur eru einnig á meðal þeirra efnilegu hönnuða sem reka hina skemmtilegu verslun Kirsuberjatréð við Vesturgötu, en verslunin er eins konar samstarfsverkefni nokkurra hönnuða.Sonja hannar prjónaflíkur undir eigin nafni. Hún segist afskaplega upptekin af doppum um þessar mundir og má glögglega sjá það í hönnun hennar.Hannyrðir í arfTalið berst strax að hönnun og prjónaskap og segjast Sonja og Erna báðar hafa fengið prjónaskapinn í arf frá mæðrum sínum sem eru að þeirra sögn miklar hannyrðakonur. Sonja: „Ég nota prjónavél og bý flíkina til frá grunni þannig að þegar flíkin kemur úr vélinni á ég bara eftir að sauma hana saman." Erna: „Ég nota íslensku ullina mjög mikið eina og sér en reyni að nota hana einnig með öðrum náttúrulegum efnum svo sem hör, silki og bómull. Munurinn á mér og Sonju er að ég fæ prjónaefni á stranga og sníð flíkina úr því á meðan hún „sníður" flíkina um leið og hún prjónar."Af hverju kjósið þið að vinna með prjónaefni frekar en önnur efni? Sonja: „Ég er búin að vera með einhvern ægilegan „fetish" fyrir prjóni í mörg ár. Ég hugsa að ég hafi fengið hann beint í æð sem barn. Móðir mín var ein af þeim sem stofnuðu Vélprjónasamband Íslands og á þeim tíma prjónaði hún eins og herforingi með mig í vöggu við hliðina á sér. Þegar ég var táningur fékk ég mömmu svo til að kenna mér á þessa undramaskínu og ég hef ekki getað stoppað síðan."Erna: „Ég kynnist þessu á annan hátt en Sonja, það er að segja, ég kynntist þessu ekki í gegnum prjónavél heldur er ég alin upp við mikinn prjónaskap og hannyrðir. Mamma prjónaði lengi peysur fyrir Álafoss og sat oft með mig í fanginu á meðan hún vann. Auk þess byrjaði ég sjálf að prjóna og hanna mynstur mjög ung þannig að áhugi minn á prjónaskap tengist held ég uppeldinu mjög mikið. Svo endaði ég náttúrulega á að nálgast prjónið í gegnum saumavélina sem er mjög ólíkt því að handprjóna flík."Doppótta lína Sonju inniheldur peysur á bæði kynin, sokka, slaufur auk annarra fylgihluta.Fara eigin leiðirStúlkurnar fara eigin leiðir í hönnuninni og senda til að mynda ekki frá sér nýjar línur á hverju hausti og vori líkt og viðgengst í tískuheiminum.Af hverju ákváðuð þið að fara þá leið? Erna: „Ég tók þá ákvörðun strax að senda bara frá mér eina línu á ári. Mér hefur ekki hugnast að vinna vor- og haustlínur fram að þessu, en svo á eftir að koma í ljós hvort ég kemst upp með að haga mér svona í framtíðinni," segir Erna og hlær. „Ég hanna flíkurnar mikið út frá sjálfri mér og geri föt sem ég gæti sjálf hugsað mér að eiga í fataskápnum. Flíkurnar eru flestar klassískar og ég vil að hægt sé að nota þær við hvaða tilefni sem er," segir hún, en pífur gerðar úr íslenskri ull setja sterkan svip á fatnaðinn og eru eitt aðaleinkenni Kurlproject.Sonja: „Mér hefur þótt skemmtilegra að búa til smærri línur sem eru ekki endilega bundnar við einhvern sérstakan árstíma. Ég fékk æði fyrir doppum fyrir nokkru og hef verið að þróa litla peysulínu fyrir bæði kynin síðan í vetur. Sú lína einkennist aðallega af doppum og slaufuprýddum peysum."Erna hannar undir heitinu Kurlproject og vinnur hún mikið með íslensku ullina í bland við önnur náttúruleg efni líkt og silki og bómull. Flíkurnar eru flestar klassískar í sniðinu en pífur gerðar úr íslenskri ull setja einnig sterkan svip á flíkurnar.Sýna á tískuvikunniTískuvikan í Kaupmannahöfn hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1998 og er markmið hennar að kynna norræna hönnun í bland við önnur alþjóðleg hönnunarmerki. Viðburðurinn hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og í fyrra sóttu um 30.000 gestir hátíðina. Þetta er í annað sinn sem Sonja tekur þátt í tískuvikunni og segir hún viðburðinn með þeim flottari sem hún hefur sótt enda sé mikið í hann lagt. Útflutningsráð styrkir íslensku hönnuðina sem taka þátt í CPH Vision, en auk Sonju og Ernu fara einnig Kron by Kron Kron, Royal Extreme, E-Label og Birna út í ágúst. Eruð þið spenntar fyrir tískuvikunni? Sonja: „Ég er svo heppin að básinn minn er við hliðina á kampavínsstofunni þannig að ég ætla bara að sitja þar og sötra kampavín á meðan aðstoðarmaðurinn sér um básinn," segir hún og hlær. „Annars eru þeir íslensku hönnuðir sem taka þátt í CPH Vision í ár allir mjög ólíkir. Þetta eru ung og fersk merki og ég held að íslenski básinn eigi eftir að verða mjög skemmtilegur."Erna: „Ég er sammála Sonju, íslensku hönnuðirnir eru áberandi ólíkir og ég held að þetta eigi eftir að verða mjög spennandi og skemmtilegt." Mikinn undirbúning þarf þegar taka á þátt í stórviðburði sem þessum og hafa stúlkurnar staðið í ströngu við að undirbúa förina. Þátttakan kostar einnig sitt og hlutu Erna og Sonja ferðastyrk frá flugfélaginu Iceland Express auk þess sem hönnun þeirra verður seld um borð í vélinni á leiðinni til Kaupmannahafnar.Erna segir ómetanlegt fyrir unga hönnuði að fá fjárhagsaðstoð sem þessa. „Við munum að öllum líkindum ekki koma heim með neitt nema reynsluna og þess vegna skiptir svo ofboðslega miklu máli að fá hjálp og líka að finna fyrir því að fólk er tilbúið til að leggja manni lið," segir hún.Hvaða væntingar hafið þið til ferðarinnar? Erna: „Við lítum fyrst og fremst á þetta sem reynslu og lærdóm, en ég held að þetta sé einnig gott tækifæri fyrir mig til að sjá hvernig landið liggur. Auðvitað er maður að sækjast eftir viðskiptum og viðskiptasamböndum en ég tel að það sé jákvætt að gera sér mjög hóflegar vonir með það. Maður þarf fyrst að skoða og upplifa áður en maður byggir upp væntingarnar."Sonja: „Ég er sammála, þetta verður fyrst og fremst mikill lærdómur. Það er mikilvægt að fá tækifæri til að prófa sig áfram og fá viðbrögð manna við hönnun sinni."Erna býr og starfar á Flúðum og segist hún fá margar heimsóknir á vinnustofuna frá ferðamönnum sem eiga leið um sveitina.Hark í tískuheiminumÞó að stúlkurnar viðurkenni að þær hafi gaman af því að hanna og sauma segja þær mikið hark að starfa sem hönnuður í dag. Þær segja mikla hættu á því að ungir hönnuðir nái ekki flugi vegna þessa og segja mikilvægt að geta bjargað sér sjálfur frá grunni.Er erfitt að vera sjálfstætt starfandi hönnuður? Erna: „Það er mikið óöryggi sem fylgir þessu og það er líka hárfínn þráður milli þess að vera sjálfstætt starfandi atvinnurekandi og að vera þræll sjálfs síns. Maður þarf að vera bæði þrjóskur og ofboðslega vinnusamur, en þetta er auðvitað líka afskaplega skemmtilegt og ég tel mig heppna að geta starfað við þetta á annað borð."Sonja: „Já, þetta er hark, en þrátt fyrir það þá veit ég fátt skemmtilegra en að sitja og sauma saman á meðan ég hlusta á gömlu, góðu Gufuna," segir Sonja brosandi. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Erna Óðinsdóttir og Sonja Bent eru á meðal þeirra íslensku hönnuða sem taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn 12.-14. ágúst. Þær munu sýna hönnun sína á CPH Vision ásamt fjórum öðrum upprennandi hönnuðum, en CPH Vision leggur áherslu á nýja og framsækna hönnun. Sonja útskrifaðist frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 og hannar hún litríkar prjónaflíkur undir eigin nafni. Erna útskrifaðist sem klæðskerameistari árið 2004 frá Iðnskólanum í Reykjavík og hannar fallegar og klassískar flíkur meðal annars úr íslenskri ull undir heitinu Kurlproject. Þær stöllur eru einnig á meðal þeirra efnilegu hönnuða sem reka hina skemmtilegu verslun Kirsuberjatréð við Vesturgötu, en verslunin er eins konar samstarfsverkefni nokkurra hönnuða.Sonja hannar prjónaflíkur undir eigin nafni. Hún segist afskaplega upptekin af doppum um þessar mundir og má glögglega sjá það í hönnun hennar.Hannyrðir í arfTalið berst strax að hönnun og prjónaskap og segjast Sonja og Erna báðar hafa fengið prjónaskapinn í arf frá mæðrum sínum sem eru að þeirra sögn miklar hannyrðakonur. Sonja: „Ég nota prjónavél og bý flíkina til frá grunni þannig að þegar flíkin kemur úr vélinni á ég bara eftir að sauma hana saman." Erna: „Ég nota íslensku ullina mjög mikið eina og sér en reyni að nota hana einnig með öðrum náttúrulegum efnum svo sem hör, silki og bómull. Munurinn á mér og Sonju er að ég fæ prjónaefni á stranga og sníð flíkina úr því á meðan hún „sníður" flíkina um leið og hún prjónar."Af hverju kjósið þið að vinna með prjónaefni frekar en önnur efni? Sonja: „Ég er búin að vera með einhvern ægilegan „fetish" fyrir prjóni í mörg ár. Ég hugsa að ég hafi fengið hann beint í æð sem barn. Móðir mín var ein af þeim sem stofnuðu Vélprjónasamband Íslands og á þeim tíma prjónaði hún eins og herforingi með mig í vöggu við hliðina á sér. Þegar ég var táningur fékk ég mömmu svo til að kenna mér á þessa undramaskínu og ég hef ekki getað stoppað síðan."Erna: „Ég kynnist þessu á annan hátt en Sonja, það er að segja, ég kynntist þessu ekki í gegnum prjónavél heldur er ég alin upp við mikinn prjónaskap og hannyrðir. Mamma prjónaði lengi peysur fyrir Álafoss og sat oft með mig í fanginu á meðan hún vann. Auk þess byrjaði ég sjálf að prjóna og hanna mynstur mjög ung þannig að áhugi minn á prjónaskap tengist held ég uppeldinu mjög mikið. Svo endaði ég náttúrulega á að nálgast prjónið í gegnum saumavélina sem er mjög ólíkt því að handprjóna flík."Doppótta lína Sonju inniheldur peysur á bæði kynin, sokka, slaufur auk annarra fylgihluta.Fara eigin leiðirStúlkurnar fara eigin leiðir í hönnuninni og senda til að mynda ekki frá sér nýjar línur á hverju hausti og vori líkt og viðgengst í tískuheiminum.Af hverju ákváðuð þið að fara þá leið? Erna: „Ég tók þá ákvörðun strax að senda bara frá mér eina línu á ári. Mér hefur ekki hugnast að vinna vor- og haustlínur fram að þessu, en svo á eftir að koma í ljós hvort ég kemst upp með að haga mér svona í framtíðinni," segir Erna og hlær. „Ég hanna flíkurnar mikið út frá sjálfri mér og geri föt sem ég gæti sjálf hugsað mér að eiga í fataskápnum. Flíkurnar eru flestar klassískar og ég vil að hægt sé að nota þær við hvaða tilefni sem er," segir hún, en pífur gerðar úr íslenskri ull setja sterkan svip á fatnaðinn og eru eitt aðaleinkenni Kurlproject.Sonja: „Mér hefur þótt skemmtilegra að búa til smærri línur sem eru ekki endilega bundnar við einhvern sérstakan árstíma. Ég fékk æði fyrir doppum fyrir nokkru og hef verið að þróa litla peysulínu fyrir bæði kynin síðan í vetur. Sú lína einkennist aðallega af doppum og slaufuprýddum peysum."Erna hannar undir heitinu Kurlproject og vinnur hún mikið með íslensku ullina í bland við önnur náttúruleg efni líkt og silki og bómull. Flíkurnar eru flestar klassískar í sniðinu en pífur gerðar úr íslenskri ull setja einnig sterkan svip á flíkurnar.Sýna á tískuvikunniTískuvikan í Kaupmannahöfn hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1998 og er markmið hennar að kynna norræna hönnun í bland við önnur alþjóðleg hönnunarmerki. Viðburðurinn hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og í fyrra sóttu um 30.000 gestir hátíðina. Þetta er í annað sinn sem Sonja tekur þátt í tískuvikunni og segir hún viðburðinn með þeim flottari sem hún hefur sótt enda sé mikið í hann lagt. Útflutningsráð styrkir íslensku hönnuðina sem taka þátt í CPH Vision, en auk Sonju og Ernu fara einnig Kron by Kron Kron, Royal Extreme, E-Label og Birna út í ágúst. Eruð þið spenntar fyrir tískuvikunni? Sonja: „Ég er svo heppin að básinn minn er við hliðina á kampavínsstofunni þannig að ég ætla bara að sitja þar og sötra kampavín á meðan aðstoðarmaðurinn sér um básinn," segir hún og hlær. „Annars eru þeir íslensku hönnuðir sem taka þátt í CPH Vision í ár allir mjög ólíkir. Þetta eru ung og fersk merki og ég held að íslenski básinn eigi eftir að verða mjög skemmtilegur."Erna: „Ég er sammála Sonju, íslensku hönnuðirnir eru áberandi ólíkir og ég held að þetta eigi eftir að verða mjög spennandi og skemmtilegt." Mikinn undirbúning þarf þegar taka á þátt í stórviðburði sem þessum og hafa stúlkurnar staðið í ströngu við að undirbúa förina. Þátttakan kostar einnig sitt og hlutu Erna og Sonja ferðastyrk frá flugfélaginu Iceland Express auk þess sem hönnun þeirra verður seld um borð í vélinni á leiðinni til Kaupmannahafnar.Erna segir ómetanlegt fyrir unga hönnuði að fá fjárhagsaðstoð sem þessa. „Við munum að öllum líkindum ekki koma heim með neitt nema reynsluna og þess vegna skiptir svo ofboðslega miklu máli að fá hjálp og líka að finna fyrir því að fólk er tilbúið til að leggja manni lið," segir hún.Hvaða væntingar hafið þið til ferðarinnar? Erna: „Við lítum fyrst og fremst á þetta sem reynslu og lærdóm, en ég held að þetta sé einnig gott tækifæri fyrir mig til að sjá hvernig landið liggur. Auðvitað er maður að sækjast eftir viðskiptum og viðskiptasamböndum en ég tel að það sé jákvætt að gera sér mjög hóflegar vonir með það. Maður þarf fyrst að skoða og upplifa áður en maður byggir upp væntingarnar."Sonja: „Ég er sammála, þetta verður fyrst og fremst mikill lærdómur. Það er mikilvægt að fá tækifæri til að prófa sig áfram og fá viðbrögð manna við hönnun sinni."Erna býr og starfar á Flúðum og segist hún fá margar heimsóknir á vinnustofuna frá ferðamönnum sem eiga leið um sveitina.Hark í tískuheiminumÞó að stúlkurnar viðurkenni að þær hafi gaman af því að hanna og sauma segja þær mikið hark að starfa sem hönnuður í dag. Þær segja mikla hættu á því að ungir hönnuðir nái ekki flugi vegna þessa og segja mikilvægt að geta bjargað sér sjálfur frá grunni.Er erfitt að vera sjálfstætt starfandi hönnuður? Erna: „Það er mikið óöryggi sem fylgir þessu og það er líka hárfínn þráður milli þess að vera sjálfstætt starfandi atvinnurekandi og að vera þræll sjálfs síns. Maður þarf að vera bæði þrjóskur og ofboðslega vinnusamur, en þetta er auðvitað líka afskaplega skemmtilegt og ég tel mig heppna að geta starfað við þetta á annað borð."Sonja: „Já, þetta er hark, en þrátt fyrir það þá veit ég fátt skemmtilegra en að sitja og sauma saman á meðan ég hlusta á gömlu, góðu Gufuna," segir Sonja brosandi.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira