Fimmtíu milljarðar færast á neytendur 1. júlí 2010 07:30 Myntkörfulán á bílum vega þungt í skuldum heimilana. Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd. Kostnaður fjármálastofnana vegna endurmats gengistryggðra lána gæti lækkað um allt að 50 milljarða króna ef farið verður eftir tilmælum Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitsins (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Hann miðar við verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins, en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega að hugsanlegt væri að 100 milljarðar féllu á hið opinbera. Seðlabankinn og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna. Samtök neytenda kalla útspilið stríðsyfirlýsingu og segja stjórnvöld verja fjármálafyrirtækin á kostnað fólksins í landinu. Tilmælin eru rökstudd með því að aðgerðin eyði óþolandi óvissu sem trufli stöðugleika fjármálakerfisins. Það sé þeirra lögboðna skylda að bregðast við. Ríkisstjórnin sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún virði sjálfstæði SÍ og FME. Dómstólar komi þó til með að eiga síðasta orðið varðandi ágreining um myntkörfulánin. Viðskiptaráðherra segir um tilmæli að ræða sem segi ekkert um endanlega niðurstöðu málsins. Verði lánin hins vegar endurreiknuð út frá samningsvöxtum sé stór hluti af eigin fé bankanna undir. Það sé aðalatriðið. Hann segir þó ekki hættu á því að þeir „færu aftur á hliðina" yrði það niðurstaða dóms. Hið opinbera, almenningur, myndi síðan fá reikninginn að stærstum hluta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur niðurstöðu Hæstaréttar skýra og samningsvextir skuli standa. „Mér finnst þetta mjög hæpið og sé ekki á hvaða lagagrundvelli þessi ákvörðun er tekin. Heimilin eiga að njóta vafans." Samtök fjármálafyrirtækja brugðust við í gær með yfirlýsingu. Þar segir að óvissu hafi verið eytt, og gefur það til kynna að tilmælunum verði fylgt, enda segja þeir sem gagnrýna tilmælin að þau séu klæðskerasniðin að vilja fjármálageirans. Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir tilmælin aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja fjármálakerfið og tilmælin séu á skjön við öll lög um neytendavernd. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta 16. júní síðastliðinn. Til að setja umfang málsins í samhengi er fjöldi þeirra sem eru með verðtryggð lán og kaupleigusamninga vegna bifreiðakaupa um 48 þúsund manns. - shá Innlent Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd. Kostnaður fjármálastofnana vegna endurmats gengistryggðra lána gæti lækkað um allt að 50 milljarða króna ef farið verður eftir tilmælum Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitsins (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Hann miðar við verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins, en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega að hugsanlegt væri að 100 milljarðar féllu á hið opinbera. Seðlabankinn og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna. Samtök neytenda kalla útspilið stríðsyfirlýsingu og segja stjórnvöld verja fjármálafyrirtækin á kostnað fólksins í landinu. Tilmælin eru rökstudd með því að aðgerðin eyði óþolandi óvissu sem trufli stöðugleika fjármálakerfisins. Það sé þeirra lögboðna skylda að bregðast við. Ríkisstjórnin sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún virði sjálfstæði SÍ og FME. Dómstólar komi þó til með að eiga síðasta orðið varðandi ágreining um myntkörfulánin. Viðskiptaráðherra segir um tilmæli að ræða sem segi ekkert um endanlega niðurstöðu málsins. Verði lánin hins vegar endurreiknuð út frá samningsvöxtum sé stór hluti af eigin fé bankanna undir. Það sé aðalatriðið. Hann segir þó ekki hættu á því að þeir „færu aftur á hliðina" yrði það niðurstaða dóms. Hið opinbera, almenningur, myndi síðan fá reikninginn að stærstum hluta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur niðurstöðu Hæstaréttar skýra og samningsvextir skuli standa. „Mér finnst þetta mjög hæpið og sé ekki á hvaða lagagrundvelli þessi ákvörðun er tekin. Heimilin eiga að njóta vafans." Samtök fjármálafyrirtækja brugðust við í gær með yfirlýsingu. Þar segir að óvissu hafi verið eytt, og gefur það til kynna að tilmælunum verði fylgt, enda segja þeir sem gagnrýna tilmælin að þau séu klæðskerasniðin að vilja fjármálageirans. Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir tilmælin aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja fjármálakerfið og tilmælin séu á skjön við öll lög um neytendavernd. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta 16. júní síðastliðinn. Til að setja umfang málsins í samhengi er fjöldi þeirra sem eru með verðtryggð lán og kaupleigusamninga vegna bifreiðakaupa um 48 þúsund manns. - shá
Innlent Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira