Innlent

Tekinn ölvaður tvisvar sömu helgi

Ökumaðurinn sýndi ítrekaðan brotavilja.
Ökumaðurinn sýndi ítrekaðan brotavilja.

Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstru á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn þeirra var fyrst stöðvaður á föstudagskvöldi en svo aftur á laugardagskvöldinu tveim tímum eftir að honum var sleppt úr haldi vegna fyrri ölvunarakstursins.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni kemur fram að sjö ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Garðabæ og einn í Kópavogi. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, þrír á laugardag og fimm á sunnudag. Þetta voru átta karlar á aldrinum 17-35 ára og tvær konur, 19 og 67 ára. Fimm þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.

Þá segir jafnframt að einn ökumannana hafi sýnt ítrekaðan brotavilja. „Viðkomandi var fyrst stöðvaður seint á föstudagskvöld og svo aftur aðfaranótt laugardags en þá voru liðnar innan við tvær klukkustundir frá því honum var sleppt úr haldi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×