Bjarni Fritzson til Akureyrar: Ætla að taka þetta alla leið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. júlí 2010 08:15 Fréttablaðið/Daníel Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki. „Ég hef verið í sambandi við stjórnina alveg síðan þá og gamli þjálfarinn minn í fjórða flokki er einn þeirra sem hafði hönd í bagga," sagði Bjarni við Fréttablaðið í gær. Hann var einnig valinn í lið mótsins í N-1 deildinni og er kærkomin viðbót fyrir lið Akureyrar. Nokkrir leikmenn hafa horfið á braut, Jónatan Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Andri Snær Stefánsson þar á meðal. Liðið spilaði oftar en ekki með rétthentan mann í hægra horninu á síðasta tímabili og er hinn örvhenti Bjarni því hvalreki á fjörur liðsins. „Ég flyt norður með alla fjölskylduna, það verður að taka þetta alla leið. Það heillar mig mjög mikið og ég hef alltaf haft áhuga á að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerðist ekki á einum degi en var á endanum ekki erfið ákvörðun. Það er fínt að prófa þetta áður en strákurinn minn byrjar í grunnskóla og svona," sagði Bjarni sem hafði úr fleiri tilboðum að velja. Nokkur lið úr N1-deildinni vildu fá Bjarna til sín sem og lið í Danmörku. „Á endanum var þetta bara val á milli FH og Akureyrar. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég valdi Akureyri og þetta verður skemmtileg tilbreyting. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, maður þroskast við að breyta um aðstæður," segir Bjarni. „Síðasti vetur í Reykjavík var mjög erfiður hjá mér, það var mikið að gera á öllum vígstöðum. Ég var í krefjandi námi en ég tel að með þessum flutningi geti ég einfaldað lífsmunstrið og því sinnt þeim hlutum sem skipta mestu máli enn betur. Ég gæti alveg spilað hérna fyrir sunnan í hálfkæringi en mér finnst betra að geta einbeitt mér alveg að fullu og tekið þetta alla leið. Lífið verður einfaldara og þægilegra og ég kem kannski frekar suður í frí," sagði Bjarni. Honum líst vel á liðið hjá Akureyri og ekki síst umgjörðina. „Hún er best þarna, og reyndar hjá FH. Það er svo gaman að spila fyrir fullu húsi í hverri umferð. Það eru ungir og sprækir strákar í liðinu í bland við einhverja jaxla," sagði Bjarni. Atli Hilmarsson mun þjálfa liðið. Bjarna var einnig boðið að fara til Danmerkur en segir það ekki spennandi kost. „Landslagið úti er ansi erfitt og samningarnir lélegir og óspennandi, í það minnsta fyrir mig. Ég er ekki að rífa mig frá því sem ég hef hérna heima fyrir eitthvað drasl," sagði Bjarni Fritzson. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki. „Ég hef verið í sambandi við stjórnina alveg síðan þá og gamli þjálfarinn minn í fjórða flokki er einn þeirra sem hafði hönd í bagga," sagði Bjarni við Fréttablaðið í gær. Hann var einnig valinn í lið mótsins í N-1 deildinni og er kærkomin viðbót fyrir lið Akureyrar. Nokkrir leikmenn hafa horfið á braut, Jónatan Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Andri Snær Stefánsson þar á meðal. Liðið spilaði oftar en ekki með rétthentan mann í hægra horninu á síðasta tímabili og er hinn örvhenti Bjarni því hvalreki á fjörur liðsins. „Ég flyt norður með alla fjölskylduna, það verður að taka þetta alla leið. Það heillar mig mjög mikið og ég hef alltaf haft áhuga á að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerðist ekki á einum degi en var á endanum ekki erfið ákvörðun. Það er fínt að prófa þetta áður en strákurinn minn byrjar í grunnskóla og svona," sagði Bjarni sem hafði úr fleiri tilboðum að velja. Nokkur lið úr N1-deildinni vildu fá Bjarna til sín sem og lið í Danmörku. „Á endanum var þetta bara val á milli FH og Akureyrar. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég valdi Akureyri og þetta verður skemmtileg tilbreyting. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, maður þroskast við að breyta um aðstæður," segir Bjarni. „Síðasti vetur í Reykjavík var mjög erfiður hjá mér, það var mikið að gera á öllum vígstöðum. Ég var í krefjandi námi en ég tel að með þessum flutningi geti ég einfaldað lífsmunstrið og því sinnt þeim hlutum sem skipta mestu máli enn betur. Ég gæti alveg spilað hérna fyrir sunnan í hálfkæringi en mér finnst betra að geta einbeitt mér alveg að fullu og tekið þetta alla leið. Lífið verður einfaldara og þægilegra og ég kem kannski frekar suður í frí," sagði Bjarni. Honum líst vel á liðið hjá Akureyri og ekki síst umgjörðina. „Hún er best þarna, og reyndar hjá FH. Það er svo gaman að spila fyrir fullu húsi í hverri umferð. Það eru ungir og sprækir strákar í liðinu í bland við einhverja jaxla," sagði Bjarni. Atli Hilmarsson mun þjálfa liðið. Bjarna var einnig boðið að fara til Danmerkur en segir það ekki spennandi kost. „Landslagið úti er ansi erfitt og samningarnir lélegir og óspennandi, í það minnsta fyrir mig. Ég er ekki að rífa mig frá því sem ég hef hérna heima fyrir eitthvað drasl," sagði Bjarni Fritzson.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira