Aldrei verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2010 08:15 Ólafur Björn. Stefán Garðarsson Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli. „Spennustigið hjá mér fyrir mótið er mjög gott og ég hlakka til að byrja. Ég mæti til leiks fullur sjálfstrausts og bjartsýnn. Að sjálfsögðu stefni ég að því að verja titilinn," sagði Ólafur Björn þar sem hann var við æfingar í Kiðjaberginu í gær. „Það verður óneitanlega meira pressa á mér þar sem ég hef titil að verja. Það truflar mig ekkert því ég kann ágætlega við að spila undir pressu og spila oft best þegar pressan er hvað mest." Ólafur Björn segir að það verði frábært að spila Íslandsmótið á þessum skemmtilega velli sem er umlukinn glæsilegri náttúru. „Það er ótrúlegur andi þarna á vellinum. Svo er þetta það skemmtilegt mót að það er ómögulegt annað en að njóta sín," sagði Ólafur Björn, en hverjir verða hans helstu keppinautar um helgina? „Það er ómögulegt að segja. Við eigum ótrúlegan fjölda af góðum kylfingum um þessar mundir og ég tel að það hafi aldrei áður verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi," sagði Ólafur en kylfingar munu væntanlega ekki spila í sömu blíðu og hefur verið síðustu daga enda spáð rigningu og roki um helgina. „Þetta mót mun líklega ráðast á því hver gerir fæstu mistökin. Ekki hverjir ná í flesta fuglana. Það verður nauðsynlegt að halda bolta í leik." Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli. „Spennustigið hjá mér fyrir mótið er mjög gott og ég hlakka til að byrja. Ég mæti til leiks fullur sjálfstrausts og bjartsýnn. Að sjálfsögðu stefni ég að því að verja titilinn," sagði Ólafur Björn þar sem hann var við æfingar í Kiðjaberginu í gær. „Það verður óneitanlega meira pressa á mér þar sem ég hef titil að verja. Það truflar mig ekkert því ég kann ágætlega við að spila undir pressu og spila oft best þegar pressan er hvað mest." Ólafur Björn segir að það verði frábært að spila Íslandsmótið á þessum skemmtilega velli sem er umlukinn glæsilegri náttúru. „Það er ótrúlegur andi þarna á vellinum. Svo er þetta það skemmtilegt mót að það er ómögulegt annað en að njóta sín," sagði Ólafur Björn, en hverjir verða hans helstu keppinautar um helgina? „Það er ómögulegt að segja. Við eigum ótrúlegan fjölda af góðum kylfingum um þessar mundir og ég tel að það hafi aldrei áður verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi," sagði Ólafur en kylfingar munu væntanlega ekki spila í sömu blíðu og hefur verið síðustu daga enda spáð rigningu og roki um helgina. „Þetta mót mun líklega ráðast á því hver gerir fæstu mistökin. Ekki hverjir ná í flesta fuglana. Það verður nauðsynlegt að halda bolta í leik."
Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti